Erlent

Rekstraraðilum verður bannað að halda eftir þjórfé

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Veitingamenn geta haldið eftir þjórfé sem greitt er með korti en þjórfé í peningum er lögum samkvæmt eign þess sem fær það afhent.
Veitingamenn geta haldið eftir þjórfé sem greitt er með korti en þjórfé í peningum er lögum samkvæmt eign þess sem fær það afhent. Getty/Robert Alexander

Stjórnvöld á Bretlandseyjum hyggjast banna atvinnurekendum að halda eftir eða taka hluta þess þjórfé sem viðskiptavinir skilja eftir fyrir þjóna og annað starfsfólk í þjónustustörfum.

Paul Scully, vinnumarkaðsráðherra, segir nýjum lögum ætlað að tryggja að þjórféð rati í vasa þeirra sem unnu fyrir því. Ef atvinnurekendur brjóta gegn þeim verður hægt að sækja mál gegn þeim fyrir vinnumarkaðsdómstól, þar sem þeir eiga yfir höfði sér sekt eða greiðslu skaðabóta.

Talið er að um tvær milljónir manna vinni þjónustutengd störf, þar sem þjórfé er oftar en ekki hluti af launakjörunum. 

Breskir miðlar hafa áður greint frá því að yfirmenn á veitingakeðjum á borð við Pizza Express, Cote Brasserie og Bill's hafi haldið eftir þjórfé eða rukkað þjóna um „afgreiðslugjald“ þegar þjórféð var greitt með debet- eða kreditkortum.

Scully segir löggjöfina munum verða til þess að viðskiptavinir geta treyst því að þeir fái þjórféð sem eiga að fá það og þá hefur verið bent á nauðsyn þess að skýra lögin með tilliti til þess að í dag greiða flestir þjórfé með korti.

Eins og sakir standa ráða atvinnurekendur því í raun hvort þeir skila þjórfé sem greitt er með korti til starfsmanna en þjórfé sem greitt er með peningum er lagaleg eign þess starfsmanns sem fær það afhent.

Samtök sem berjast fyrir láglaunafólk fagna löggjöfinni en segja stjórnvöld sömuleiðis eiga að beita sér fyrir hærri launum í þjónustugeiranum.

BBC fjallar um málið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.