Lífið

Jólin eru komin í Costco

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Það er orðið jólalegt í verslun Costco í Kauptúni.
Það er orðið jólalegt í verslun Costco í Kauptúni. Vísir/Vilhelm

Í dag, 23. september, er búið að setja upp jólaskraut á heilu gangana í stórversluninni Costco í Garðabæ. Fyrstu haustlægðirnar eru að fara yfir landið og Costco virðist komið í bullandi jólaskap.

Jólaskraut og annar varningur er til sölu í Costco ár hvert og er nú þegar búið að setja upp margar jólatengdar vörur til sölu í versluninni. Ljósmyndari Vísis leit við í Costco og á meðfylgjandi mynd má meðal annars sjá skreytt jólatré, jólaskraut, snjókarla, hreindýr, hnotubrjóta og snjókarla.

Costco og IKEA eru oft með fyrstu verslununum hér á landi til þess að setja upp jólaskrautið.  Það er þó ljóst að jólaskreytingar í september verða eflaust umdeildar, enda finnst mörgum algjört brjálæði að byrja að huga að jólunum á þessum tíma árs. 

Eins og kom fram í umfjöllun okkar á dögunum, stefnir IKEA á að setja upp jólavörurnar þegar líða tekur á október. Þegar þetta er skrifað eru 92 dagar til jóla. 


Tengdar fréttir

100 dagar til jóla: „Það eru gestirnir sem koma með jólin til mín“

Slagorð Ikea hefur löngum verið „Jólin þín byrja í Ikea“. Síðustu ár hafa jólin komið í Ikea í október en nágranninn Costco hefur nú þegar hafið sölu á einstaka jólavöru og þar geta jólabörn nú þegar fest kaup á mannhæðarháum hnotubrjót, jólaljósum og gjafapappír.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.