Segir ekkert því til fyrirstöðu að frjálsar íþróttir fái eigin þjóðarleikvang í Laugardal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2021 19:30 Lilja Alfreðs og Freyr Ólafsson í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Skjáskot „Með því að frjálsar hafi ekki pláss lengur á Laugardalsvelli þá þurfum við nýjan leikvang,“ sagði Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasamband Íslands í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Starfshópur um þjóðarleikvang fyrir frjálsíþróttir hefur skilað tillögum sínum og greinargerð til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Hópurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef þjóðarleikvangur í knattspyrnu verður áfram á Laugardalsvelli þá sé framtíð frjálsíþróttastarfs best borgið á nýjum leikvangi fyrir norðan Suðurlandsbraut, austan frjálsíþróttahallar við Engjaveg. „Við bendum á mikilvægi þess að frjálsar stjórni aðgerðum að sínum mannvirkjum,“ sagði Freyr einnig áður en hann rétti Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra keflið í orðsins fyllstu merkingu. Freyr segir þetta nauðsynlegt skref í kjölfar þess að ekki sé gert ráð fyrir frjálsum íþróttum á nýjum Laugardalsvelli. Lilja skipaði téðan starfshóp síðasta vetur og var honum meðal annars falið að afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma, greina mögulega nýtingu eldri mannvirkja eða þörf á nýjum, og skoða kostnaðarskiptingu slíkra verkefna, bæði hvað varðar mögulega uppbyggingu, rekstur og nýtingu. Í starfshópnum sátu fulltrúar frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, Reykjavíkurborg og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) auk fulltrúa ráðuneytisins. Skýrsla starfshópsins mun koma út á næstu dögum og verður mikilvægt innlegg í áframhaldandi vinnu vegna uppbyggingar þjóðarleikvanga í íþróttum. „Knattspyrnuvöllurinn verður byggður upp ef tillögurnar ganga fram sem hafa verið kynntar. Frjálsar þurfa því að víkja og ekki verði pláss fyrir þær á Laugardalsvelli. Þá þykir okkur liggja beinast við að byggja hér aðstöðu, út frá Laugardalshöllinni, frjálsíþróttahöllinni sem við stöndum í núna. Þar komi bæði leikvangur og upphitunarvöllur,“ sagði Freyr um stöðu frjálsa íþrótta þegar fram liða stundir. „Það verður að vera. Nú er búið að safna gögnum, það er búið að skoða málin varðandi aðra þjóðarleikvanga fram og til baka. Nú er í rauninni ekkert því til fyrirstöðu,“ svaraði Freyr er hann var spurður hvort hann væri bjartsýnn að þetta yrði að veruleika. Klippa: Frjálsar vilja eigin leikvang „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að. Það er mjög mikilvægt að horfa líka til framtíðar, það er að segja hvaða alþjóðlegu staðla við þurfum að uppfylla svo að við getum hreinlega keppt sem þjóð. Þetta þurfum við að taka mjög alvarlega og því höfum við sett alla þessa vinnu af stað. Ég er mjög vongóð núna þegar við erum komin með þetta inn á borð til okkar að við getum haldið áfram,“ sagði Lilja. „Það er augljóst að við getum ekki sem þjóð verið stolt af því að vera án þjóðarleikvangs í frjálsum íþróttum með alla þá sögu sem við eigum í frjálsum. Held að framtíðin þurfi á því að halda að við séum með leikvang og ég á fastlega von á því að af þessu verði,“ sagði Freyr að endingu. Þjóðarleikvangurinn mun vera mannvirki sem mun tengjast núverandi frjálsíþróttahöll, öðrum íþróttamannvirkjum sem og öðrum opnum svæðum í Laugardal. Starfshópurinn sér fram á að mannvirkið verði vel nýtt fyrir alþjóðlegt keppnishald og stærri mót á vegum Frjálsíþróttasambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra, æfingar afreksmanna, æfingar barna-, unglinga og annarra í hverfisfélögum í Reykjavík en einnig sem möguleg aðstaða fyrir afreksíþróttamiðstöð í Laugardalnum, auk rannsókna, þjálfunar og kennslu í skólum. Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Reykjavík ÍSÍ Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Íslenskt afreksíþróttafólk kallar á hjálp „Vill íslenskt samfélag heyra íslenska þjóðsönginn spilaðan þegar íslenskur afreksíþróttamaður tekur á móti gulli á Ólympíuleikunum? Það mun ekki gerast ef ekkert verður aðhafst í stöðu afreksíþróttafólks. Við þurfum hjálp núna.“ 20. apríl 2021 14:31 „Augljóst að við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin“ Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands þurfti að færa stærsta mót ársins í tvígang og loks milli landshluta með skömmum fyrirvara vegna óboðlegra aðstæðna á höfuðborgarsvæðinu. Formaður segir sveitafélögin ekki vera að standa sig. 3. júlí 2020 19:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Starfshópur um þjóðarleikvang fyrir frjálsíþróttir hefur skilað tillögum sínum og greinargerð til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Hópurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef þjóðarleikvangur í knattspyrnu verður áfram á Laugardalsvelli þá sé framtíð frjálsíþróttastarfs best borgið á nýjum leikvangi fyrir norðan Suðurlandsbraut, austan frjálsíþróttahallar við Engjaveg. „Við bendum á mikilvægi þess að frjálsar stjórni aðgerðum að sínum mannvirkjum,“ sagði Freyr einnig áður en hann rétti Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra keflið í orðsins fyllstu merkingu. Freyr segir þetta nauðsynlegt skref í kjölfar þess að ekki sé gert ráð fyrir frjálsum íþróttum á nýjum Laugardalsvelli. Lilja skipaði téðan starfshóp síðasta vetur og var honum meðal annars falið að afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma, greina mögulega nýtingu eldri mannvirkja eða þörf á nýjum, og skoða kostnaðarskiptingu slíkra verkefna, bæði hvað varðar mögulega uppbyggingu, rekstur og nýtingu. Í starfshópnum sátu fulltrúar frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, Reykjavíkurborg og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) auk fulltrúa ráðuneytisins. Skýrsla starfshópsins mun koma út á næstu dögum og verður mikilvægt innlegg í áframhaldandi vinnu vegna uppbyggingar þjóðarleikvanga í íþróttum. „Knattspyrnuvöllurinn verður byggður upp ef tillögurnar ganga fram sem hafa verið kynntar. Frjálsar þurfa því að víkja og ekki verði pláss fyrir þær á Laugardalsvelli. Þá þykir okkur liggja beinast við að byggja hér aðstöðu, út frá Laugardalshöllinni, frjálsíþróttahöllinni sem við stöndum í núna. Þar komi bæði leikvangur og upphitunarvöllur,“ sagði Freyr um stöðu frjálsa íþrótta þegar fram liða stundir. „Það verður að vera. Nú er búið að safna gögnum, það er búið að skoða málin varðandi aðra þjóðarleikvanga fram og til baka. Nú er í rauninni ekkert því til fyrirstöðu,“ svaraði Freyr er hann var spurður hvort hann væri bjartsýnn að þetta yrði að veruleika. Klippa: Frjálsar vilja eigin leikvang „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að. Það er mjög mikilvægt að horfa líka til framtíðar, það er að segja hvaða alþjóðlegu staðla við þurfum að uppfylla svo að við getum hreinlega keppt sem þjóð. Þetta þurfum við að taka mjög alvarlega og því höfum við sett alla þessa vinnu af stað. Ég er mjög vongóð núna þegar við erum komin með þetta inn á borð til okkar að við getum haldið áfram,“ sagði Lilja. „Það er augljóst að við getum ekki sem þjóð verið stolt af því að vera án þjóðarleikvangs í frjálsum íþróttum með alla þá sögu sem við eigum í frjálsum. Held að framtíðin þurfi á því að halda að við séum með leikvang og ég á fastlega von á því að af þessu verði,“ sagði Freyr að endingu. Þjóðarleikvangurinn mun vera mannvirki sem mun tengjast núverandi frjálsíþróttahöll, öðrum íþróttamannvirkjum sem og öðrum opnum svæðum í Laugardal. Starfshópurinn sér fram á að mannvirkið verði vel nýtt fyrir alþjóðlegt keppnishald og stærri mót á vegum Frjálsíþróttasambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra, æfingar afreksmanna, æfingar barna-, unglinga og annarra í hverfisfélögum í Reykjavík en einnig sem möguleg aðstaða fyrir afreksíþróttamiðstöð í Laugardalnum, auk rannsókna, þjálfunar og kennslu í skólum.
Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Reykjavík ÍSÍ Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Íslenskt afreksíþróttafólk kallar á hjálp „Vill íslenskt samfélag heyra íslenska þjóðsönginn spilaðan þegar íslenskur afreksíþróttamaður tekur á móti gulli á Ólympíuleikunum? Það mun ekki gerast ef ekkert verður aðhafst í stöðu afreksíþróttafólks. Við þurfum hjálp núna.“ 20. apríl 2021 14:31 „Augljóst að við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin“ Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands þurfti að færa stærsta mót ársins í tvígang og loks milli landshluta með skömmum fyrirvara vegna óboðlegra aðstæðna á höfuðborgarsvæðinu. Formaður segir sveitafélögin ekki vera að standa sig. 3. júlí 2020 19:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Íslenskt afreksíþróttafólk kallar á hjálp „Vill íslenskt samfélag heyra íslenska þjóðsönginn spilaðan þegar íslenskur afreksíþróttamaður tekur á móti gulli á Ólympíuleikunum? Það mun ekki gerast ef ekkert verður aðhafst í stöðu afreksíþróttafólks. Við þurfum hjálp núna.“ 20. apríl 2021 14:31
„Augljóst að við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin“ Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands þurfti að færa stærsta mót ársins í tvígang og loks milli landshluta með skömmum fyrirvara vegna óboðlegra aðstæðna á höfuðborgarsvæðinu. Formaður segir sveitafélögin ekki vera að standa sig. 3. júlí 2020 19:00