„Augljóst að við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin“ Júlíana Þóra Hálfdánardóttir skrifar 3. júlí 2020 19:00 Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands þurfti að færa stærsta mót ársins í tvígang og loks milli landshluta með skömmum fyrirvara vegna óboðlegra aðstæðna á höfuðborgarsvæðinu. Formaður segir sveitafélögin ekki vera að standa sig. Stærsta mót ársins í frjálsíþróttum, meistaramót Íslands átti að fara fram á Laugardalsvelli helgina 25. og 26. júlí en eins og fram kom í fréttum okkar í síðustu viku var ákveðið að færa mótið á Kópavogsvöll þar sem aðstæður á Laugardalsvelli stóðust ekki kröfur. Nú er svo komið að stjórn FRÍ hefur þurft með skömmum fyrirvara að færa mótið milli landshluta og mun það fara fram á Akureyri þar sem aðstæður og kröfur sambandsins fyrir því að mótið yrði haldið á Kópavogsvelli stóðust ekki. „Völlurinn í Kópavogi uppfyllti ekki skilyrði. Það stóð til að koma honum í stand en því miður gaf Kópavogur það frá sér rétt á lokametrunum. Þá lentum við í þessari stöðu. Við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin, það er algjörlega augljóst. Við þurfum að vinna með sveitarfélögum að uppbyggingu þar sem frjálsar eru teknar með í reikninginn. Við viljum eiga samtal, ekki lenda í uppákomum eins og hér þar sem kastaðstaðan er í raun ónýt þar sem var settur gervigrasvöllur inn á lendingarsvæði fyrir spjót og sleggju,“ sagði Freyr Ólafsson formaður FRÍ. „Sem betur fer hafa sveitarfélögin staðið sig frábærlega og Kópavogur þar á meðal, Kópavogur er búinn að byggja þennan völl og hefur haldið honum vel við, þó svo að þeir hafi stigið þetta óheillaskref með því að setja gervigras á völlinn.“ Mikilvægt er að íslenskt frjálsíþróttafólk hafi aðgang að löglegum alþjóðarvelli en eins og staðan er í heiminum í dag vegna Covid-19 þá er ekki mikið um mót sem okkar fólk getur keppt á sem gefur rétt til þátttöku á til dæmis Ólympíuleikunum svo þessi möguleiki þarf að vera til staðar. Viðtalið í heild sinni má sjá efst í fréttinni. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira
Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands þurfti að færa stærsta mót ársins í tvígang og loks milli landshluta með skömmum fyrirvara vegna óboðlegra aðstæðna á höfuðborgarsvæðinu. Formaður segir sveitafélögin ekki vera að standa sig. Stærsta mót ársins í frjálsíþróttum, meistaramót Íslands átti að fara fram á Laugardalsvelli helgina 25. og 26. júlí en eins og fram kom í fréttum okkar í síðustu viku var ákveðið að færa mótið á Kópavogsvöll þar sem aðstæður á Laugardalsvelli stóðust ekki kröfur. Nú er svo komið að stjórn FRÍ hefur þurft með skömmum fyrirvara að færa mótið milli landshluta og mun það fara fram á Akureyri þar sem aðstæður og kröfur sambandsins fyrir því að mótið yrði haldið á Kópavogsvelli stóðust ekki. „Völlurinn í Kópavogi uppfyllti ekki skilyrði. Það stóð til að koma honum í stand en því miður gaf Kópavogur það frá sér rétt á lokametrunum. Þá lentum við í þessari stöðu. Við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin, það er algjörlega augljóst. Við þurfum að vinna með sveitarfélögum að uppbyggingu þar sem frjálsar eru teknar með í reikninginn. Við viljum eiga samtal, ekki lenda í uppákomum eins og hér þar sem kastaðstaðan er í raun ónýt þar sem var settur gervigrasvöllur inn á lendingarsvæði fyrir spjót og sleggju,“ sagði Freyr Ólafsson formaður FRÍ. „Sem betur fer hafa sveitarfélögin staðið sig frábærlega og Kópavogur þar á meðal, Kópavogur er búinn að byggja þennan völl og hefur haldið honum vel við, þó svo að þeir hafi stigið þetta óheillaskref með því að setja gervigras á völlinn.“ Mikilvægt er að íslenskt frjálsíþróttafólk hafi aðgang að löglegum alþjóðarvelli en eins og staðan er í heiminum í dag vegna Covid-19 þá er ekki mikið um mót sem okkar fólk getur keppt á sem gefur rétt til þátttöku á til dæmis Ólympíuleikunum svo þessi möguleiki þarf að vera til staðar. Viðtalið í heild sinni má sjá efst í fréttinni.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira