Innlent

Valli rostungur hefur ekki sést síðan í morgun

Þorgils Jónsson skrifar
Valli rostungur hefur ekki látið sjá sig síðan snemma í morgun.
Valli rostungur hefur ekki látið sjá sig síðan snemma í morgun.

Rostungurinn Valli hefur ekkert látið sjá sig við bryggjuna á Höfn í Hornafirði síðan snemma í morgun. Valli sást fyrst á föstudag og undi sér vel í höfninni síðustu daga þar sem hann hafði meðal annars komið sér fyrir uppi á olíubryggju.

Hefur hann vakið mikla athygli og margmenni lagt leið sína niður á höfn til að kíkja á dýrið.

Þröstur Jóhannsson hafnarvörður sagði í samtali við Vísi í kvöld að Valli hafi síðast látið sjá sig í morgun fyrir klukkan sjö.

„Síðan höfum við ekkert séð til hans, en það er náttúrulega búið að vera kolvitlaust veður hérna eftir hádegi,“ segir Þröstur.

„Það er alltaf verið að kíkja hvort hann sé kominn á sama stað en hann gæti verið einhversstaðar inni í firði þess vegna.“

En er ennþá mikið af fólki að kíkja niður á höfn til að líta eftir honum?

„Það er eitthvað minna núna, en alltaf eitthvað rennsli,“ segir Þröstur að lokum.


Tengdar fréttir

Valli gæti vel verið Valla

Rostungurinn Valli sem glatt hefur íbúa á Hornafirði undanfarin kvöld gæti vel verið kvenkyns. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands. Skýrari myndir og þá sérstaklega af kynfærasvæðinu muni leiða í ljós hvort réttara væri að kalla rostunginn Völlu.

Valli fær engan frið á bryggjunni sem búið er að girða af

Girða þurfti af olíubryggjuna á Höfn í Hornafirði í gær vegna ágangs forvitinna gesta sem vildu sjá rostung sem komið hafði sér þar fyrir í annað sinn. Hafnarvörður segir dýrinu greinilega líða vel á bryggjunni þó það fái engan frið.

Segjast hafa borið kennsl á Valla

Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum.

Rostungurinn Valli mættur aftur

Rostungurinn sem kom sér fyrir á bryggju í Höfn í Hornafirði í gær sneri aftur í kvöld. Þar hefur hann legið en fjölmargir hafa lagt leið sína að bryggjunni til að berja rostunginn augum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.