Fótbolti

I­cardi hetja PSG sem er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mauro Icardi tryggði PSG sigurinn.
Mauro Icardi tryggði PSG sigurinn. GOAL

París Saint-Germain vann dramatískan 2-1 endurkomusigur á Lyon í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir í Lyon yfir þökk sé marki Lucas Paqueta eftir rétt rúmar tíu mínútur í síðari hálfleik. Um miðbik síðari hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu.

Brasilíumaðurinn Neymar fór á punktinn og jafnaði metin í 1-1. Þannig var hún allt þangað til þrjár mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma.

Þá átti Kylian Mbappé gaf fyrir markið og Argentínumaðurinn Mauro Icardi skoraði sigumark Parísarliðsins. 

Lokatölur 2-1 og PSG því með sex sigra í fyrstu sex deildarleikjum sínum á tímabilinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.