Sport

Benedikt Guðmundsson: Markmiðið er að bæta við fána í Ljónagryfjuna

Andri Már Eggertsson skrifar
Benedikt var afar sáttur með úrslit leiksins
Benedikt var afar sáttur með úrslit leiksins Mynd/Jón Björn/UMFN

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar sáttur með að vera kominn í bikarúrslit.

„Þetta var ekki fullkominn leikur. Við mættum einbeittir til leiks. Mönnum langar í þennan titil, við horfum ekki á þetta sem æfingamót. Við sjáum tækifæri til að bæta við fána í Ljónagryfjuna og menn eru ekkert að fíflast," sagði Benedikt eftir leik.

Njarðvík er búið að vinna þrjá bikarleiki í september og er góður taktur í liðinu.

„Karfan var risastór í kvöld. Við hittum afar vel, ég get ekki gert ráð fyrir því í öllum leikjum. Við fengum mikið af opnum skotum. Ég á erfitt með að túlka það hvort við vorum frábærir eða ÍR hitti á slakan dag."

Njarðvíkingar voru afar vel spilandi í kvöld. Þeir gáfu alls 30 stoðsendingar sem var helmingi meira en andstæðingurinn gerði.

„Við erum að reyna að spila sem lið, leikmennirnir eru óeigingjarnir. Við ætlum að reyna að fara þetta á liðsandanum og vonandi fleytir það okkur alla leið," sagði Benedikt sem var spenntur að spila bikarúrslitaleik í Kópavogi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×