Fótbolti

Juventus með stórsigur í Svíþjóð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Juventus fagna einu af þremur mörkum sínum í kvöld.
Leikmenn Juventus fagna einu af þremur mörkum sínum í kvöld. Gaston Szerman/DeFodi Images via Getty Images

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með átta leikjum. Juventus vann öruggan 3-0 útisigur gegn sænska liðinu Malmö og Villareal og Atalanta gerðu 2-2 jafntefli svo eitthvað sé nefnt.

Í E-riðli gerðu Dynamo Kyiv og Benfica markalaust jafntefli og Bayern München vann öruggan 3-0 útisigur gegn Barcelona þar sem að markamaskínan Robert Lewandowski skoraði tvö mörk.

Villareal og Atalanta gerðu 2-2 jafntefli í F-riðli þar sem að Remo Freuler kom Atalanta yfir strax á sjöttu mínútu áður en Manuel Trigueros jafnaði metin rétt fyrir hálfleik.

Arnaut Danjuma kom Villareal í forystu stundarfjórðung fyrir leikslok, en Robin Gosens tryggði Atalanta eitt stig með marki á 83. mínútu. Francis Coquelin fékk að líta rauða spjaldið í liði Villareal mínútu síðar, en það kom ekki að sök.

Í G-riðli urðu tvö jafntefli þegar að Sevilla og Salzburg skildu jöfn, 1-1, og Lille og Wolfsburg gerðu markalaust jafntefli.

Alex Sandro kom Juventus yfir gegn Malmö á 23. mínútu í H-riðli áður en Paulo Dybala tvöfaldaði forystuna á lokamínútu venjulegs leiktíma fyrri hálfleiks af vítapunktinum. Alvaro Morata bætti þriðja markinu við í næstu sókn og þar við sat.

Öll úrslit dagsins:

E-riðill

Barcelona 0-3 Bayern München

Dynamo Kyiv 0-0 Benfica

F-riðill

Young Boys 2-1 Manchester United

Villareal 2-2 Atalanta

G-riðill

Sevilla 1-1 Salzburg

Lille 0-0 Wolfsburg

H-riðill

Chelsea 1-0 Zenit

Malmö 0-3 Juventus


Tengdar fréttir

Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United

Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald.

Chelsea hóf titilvörnina á sigri

Evrópumeistarar Chelsea hófu titilvörn sína á heimavelli sínum á Stamford Bridge á móti rússnesku meisturunum í Zenit frá Sankti Pétursborg í kvöld. Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins er Chelsea vann 1-0.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.