Sport

Dag­skrá dagsins: Meistara­deildin snýr aftur | Barcelona tekur á móti Bayern

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Börsungar taka á móti Bæjurum í dag.
Börsungar taka á móti Bæjurum í dag. David Ramos/Getty Images

Meistaradeild Evrópu snýr aftur með látum á Stöð 2 Sport í dag. Barcelona tekur á móti Þýskalandsmeisturum Bayern. Alls verða fjórir leikir á dagskrá sem og tveir í UEFA Youth League að ógleymdum Meistaradeildarmörkunum.

Stöð 2 Sport 2

Við hefjum daginn snemma með leik Lille og Wolfsburg í UEFA Youth League klukkan 11.55. Um er að ræða U-19 ára lið félaganna sem eru í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 13.55 er svo komið að leik Barcelona og Bayern.

Klukkan 18.30 hefst svo upphitun fyrir keppnina sjálfa en klukkan 19.00 er komið að stórleik Chelsea og Zenit St. Pétursborgar. Klukkan 21.00 eru svo Meistaradeildarmörkin þar sem farið verður yfir allt það helsta sem gerðist.

Stöð 2 Sport 3

Börsungar taka á móti Bæjurum klukkan 19.00.

Stöð 2 Sport 4

Lille tekur á móti Wolfsburg klukkan 19.00.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 18.30 er Turf deildin í Rocket League á dagskrá.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.