Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands gagnrýnir rasíska landa sína harðlega Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 23:30 Németh fór víða á þjálfaraferli sínum og stýrði meðal annars enska landsliðinu frá 1994 til 2004. Stephen Pond/EMPICS via Getty Images László Németh, fyrrverandi þjálfari KR og íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gagnrýnir harðlega ungverska landa sína sem beittu leikmenn enska karlalandsliðsins í fótbolta kynþáttaníði í Búdapest gærkvöld. Hann kallar eftir harðari refsingum. Þeir Raheem Sterling og Jude Bellingham urðu báðir fyrir aðkasti vegna hörundlitar síns þegar England vann 4-0 útisigur á Ungverjum á Puskás-vellinum í Búdapest í gærkvöldi. Hlutum var grýtt í leikmenn, þar sem Sterling fékk meðal annars bjórglas í sig þegar hann fagnaði marki sínu í leiknum. Ungverjar eiga að vera í þriggja leikja áhorfendabanni, sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, dæmdi liðið í vegna hatursfullrar framkomu ungverska stuðningsmanna í garð samkynhneigðra á leikjum á EM í fótbolta í Ungverjalandi í sumar. Leikurinn við England var hluti af undankeppni HM, sem er á vegum FIFA, og var bannið því ekki í gildi. Németh er Ungverji en þjálfaði landslið Englands í körfubolta um ellefu ára skeið, frá 1994 til 2004. Hann tók á samfélagsmiðilinn Facebook til að láta óánægju sína í ljós. „Mér býður við hópi stuðningsmanna á leik Ungverjalands og Englands í undankeppni HM sem beitti leikmenn Englands kynþáttaníði. Það er ekki erfitt að bera kennsl á þessa menn. Þeim ætti að vera bannað að mæta á alþjóðlega íþróttaviðburði fyrir lífstíð án reynslulausnar.“ sagði Németh í stöðuuppfærslu sinni á Facebook. Németh þekkir til á Íslandi en hann var landsliðsþjálfari Íslands samhliða því að stýra liði KR frá 1988 til 1990. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi 1989 og 1990 en hann stýrði KR til Íslandsmeistaratitils síðara árið, sem var þá fyrsti titill KR-inga í ellefu ár. Þá vann Ísland EM smáþjóða undir hans stjórn árið 1988 og hlaut brons á Smáþjóðaleikunum ári síðar. Hann stýrði KR aftur 1993 til 1994 en varð svo landsliðsþjálfari Englands frá 1994 til 2004. Hann lagði þjálfaraflautuna á hilluna 2006 eftir tvö ár hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu. Hann þjálfaði einnig í heimalandinu, í Kúveit og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á sínum ferli. László Németh stýrði KR til Íslandsmeistaratitils. Fréttin er úr tölublaði DV frá 9. apríl 1990.Skjáskot/Dagblaðið Vísir HM 2022 í Katar Fótbolti Körfubolti Ungverjaland Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira
Þeir Raheem Sterling og Jude Bellingham urðu báðir fyrir aðkasti vegna hörundlitar síns þegar England vann 4-0 útisigur á Ungverjum á Puskás-vellinum í Búdapest í gærkvöldi. Hlutum var grýtt í leikmenn, þar sem Sterling fékk meðal annars bjórglas í sig þegar hann fagnaði marki sínu í leiknum. Ungverjar eiga að vera í þriggja leikja áhorfendabanni, sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, dæmdi liðið í vegna hatursfullrar framkomu ungverska stuðningsmanna í garð samkynhneigðra á leikjum á EM í fótbolta í Ungverjalandi í sumar. Leikurinn við England var hluti af undankeppni HM, sem er á vegum FIFA, og var bannið því ekki í gildi. Németh er Ungverji en þjálfaði landslið Englands í körfubolta um ellefu ára skeið, frá 1994 til 2004. Hann tók á samfélagsmiðilinn Facebook til að láta óánægju sína í ljós. „Mér býður við hópi stuðningsmanna á leik Ungverjalands og Englands í undankeppni HM sem beitti leikmenn Englands kynþáttaníði. Það er ekki erfitt að bera kennsl á þessa menn. Þeim ætti að vera bannað að mæta á alþjóðlega íþróttaviðburði fyrir lífstíð án reynslulausnar.“ sagði Németh í stöðuuppfærslu sinni á Facebook. Németh þekkir til á Íslandi en hann var landsliðsþjálfari Íslands samhliða því að stýra liði KR frá 1988 til 1990. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi 1989 og 1990 en hann stýrði KR til Íslandsmeistaratitils síðara árið, sem var þá fyrsti titill KR-inga í ellefu ár. Þá vann Ísland EM smáþjóða undir hans stjórn árið 1988 og hlaut brons á Smáþjóðaleikunum ári síðar. Hann stýrði KR aftur 1993 til 1994 en varð svo landsliðsþjálfari Englands frá 1994 til 2004. Hann lagði þjálfaraflautuna á hilluna 2006 eftir tvö ár hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu. Hann þjálfaði einnig í heimalandinu, í Kúveit og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á sínum ferli. László Németh stýrði KR til Íslandsmeistaratitils. Fréttin er úr tölublaði DV frá 9. apríl 1990.Skjáskot/Dagblaðið Vísir
HM 2022 í Katar Fótbolti Körfubolti Ungverjaland Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira