Tónlist

Syngur um ógæfulegt ástarlíf sitt og brostna drauma

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sakaris er þekktur fyrir fyndna og skemmtilega texta.
Sakaris er þekktur fyrir fyndna og skemmtilega texta. Cat Gundry-Beck

Færeyski popparinn Sakaris heldur þriðjudagstónleika í Húsi máls og menningar í kvöld klukkan 20:00. Sakaris heitir fullu nafni Sakaris Emil Joensen. 

Sakaris er þekktur fyrir skemmtilegt synthapopp með fyndnum textum um ógæfulegt ástarlíf sitt og brostna drauma um heimsfrægð, og minnir sjóaða poppunnendur gjarnan á danskættaða ameríska popparann Beck Hansen.

Sakaris er einnig vel þekktur pródúser hér á landi og hefur meðal annars unnið með GDRN, Hildi, Kiasmos og Arnóri Dan. Einnig hefur hann unnið með íslensk-sænsku tónlistarkonunni Hönnu Miu Brekkan og enska tónlistarmanninum Tom Hannay sem búsettur er hér á landi. 

Fyrr á árinu gaf Sakaris út plötuna I Can Do Better. Hér fyrir neðan má sjá myndband við eitt laganna af plötunni sem nefnist Breathe. 

Áskrifendur Spotify geta hlustað á plötuna í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Smá stress en samt ákveðinn léttir

Arnór Dan Arnarson, söngvari í Agent Fresco, gefur út sitt fyrsta lag í dag sem heitir Stone by Stone. Fyrir utan að gefa lagið út er hann að skipuleggja Evróputúr og næstu plötu hljómsveitarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.