Sport

Dagskráin í dag: Golf, enski, sænski og mikilvægur leikur í Pepsi Max-deildinni

Valur Páll Eiríksson skrifar
Valsmenn verða í eldlínunni í kvöld.
Valsmenn verða í eldlínunni í kvöld. Vísir/Bára Dröfn

Nóg er um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Íslandsmeistarar Vals mæta Stjörnunni í mikilvægum leik í Pepsi Max-deild karla.

Golf

Fyrsta útsending dagsins er frá Skafto Open á Evrópumótaröð kvenna í golfi sem hefst klukkan 10:00 á Stöð 2 Sport 4.

Evrópska meistaramótið karlamegin er þá einnig á dagskrá. Bein útsending frá því móti hefst klukkan 11:00 á Stöð 2 Golf.

Þá er BMW Championship mótið á PGA-mótarðinni seinni partinn. Bein útsending hefst klukkan 16:00 á Stöð 2 Golf.

Fótbolti

Lærisveinar Wayne Rooney í Derby County fá Nottingham Forest í heimsókn í Championship-deildinni klukkan 11:30. Bein útsending frá þeim leik hefst klukkan 11:25 á Stöð 2 Sport 2.

Síðari leikur dagsins í þeirri deild er í kvöld. Peterborough mætir WBA klukkan 19:00. Bein útsending frá þeim leik hefst 18:55 á Stöð 2 Sport 2.

Einnig er sýndur leikur Häcken og Hammarby í sænska kvennaboltanum. Diljá Ýr Zomers og félagar hennar í fyrrnefnda liðinu eru í harðri baráttu um Evrópusæti og þurfa þrjú stig. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 13:25 á Stöð 2 Sport 3.

Þá er einn leikur á dagskrá í Pepsi Max-deild karla er Valur fær Stjörnuna í heimsókn. Bæði lið þurfa á stigum að halda á sitthvorum enda töflunnar.

Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport en leikurinn sjálfur 19:15. Pepsi Max Stúkan gerir leikinn svo upp að honum loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×