Tónlist

„Marglaga unglingadrama með slikju af Kaliforníusólskini“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Listamaðurinn Benedikt Hermann Hermannsson, betur þekktur sem Benni Hemm Hemm.
Listamaðurinn Benedikt Hermann Hermannsson, betur þekktur sem Benni Hemm Hemm. Frosti Jón

Benni Hemm Hemm gefur í dag út lagið Ísskápurinn. Lagið er önnur smáskífan af væntanlegri plötu frá Benna.

„Ísskápurinn er marglaga unglingadrama með slikju af Kaliforníusólskini. Lagið fjallar um drungalega undraveröld unglingsins, 

„að vera eins og fis en að vera 100 þús. hið innra“ 

Lagið fjallar einnig um hvað lagið geti verið léttvægt og óbærilega þungt á sama tíma,“ segir Benni um lagið Ísskápurinn.

Í kvöld kemur Benni Hemm Hemm fram á Húrra í Tryggvagötu ásamt hljómsveit sinni. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er miðasala hafin á Tix.is. Benni Hemm Hemm hefur, sem heitir fullu nafni Benedikt Hermann Hermannsson, hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi og skapað sér nafn sem framsækinn og frumlegur tónlistarmaður en á síðasta ári gaf hann út sína tíundu plötu, Thank You Satan.

Lagið Ísskápurinn er komið á Spotify og má einnig heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Benni Hemm Hemm - Ísskápurinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×