Tom Brady með strákinn sinn á æfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 17:30 Tom Brady er á fullu að undirbúa sig fyrir sitt annað tímabil með Tampa Bay Buccaneers. Getty/Douglas P. DeFelice Tom Brady hélt upp á 44 ára afmælið sitt í byrjun mánaðarins og þessi lifandi goðsögn er nú að fullu að undirbúa sig fyrir sitt 22. tímabil í NFL-deildinni. Tampa Bay Buccaneers liðið vann NFL-titilinn á fyrsta tímabili Brady hjá liðinu og hann var þar að verða NFL-meistari í sjöunda skiptið sem er met. Brady vann titilinn sex sinnum með New England Patriots. Tom Brady and his son Jack playing catch before practice. Jack is one of the Bucs' ball boys. pic.twitter.com/wZFsTZOxFM— TURRON DAVENPORT (@TDavenport_NFL) August 19, 2021 Menn hafa tekið eftir því að Tom Brady er ekki sá eini úr fjölskyldunni sem er á æfingum með Tampa Bay Buccaneers þessa dagana en liðið er nú að fullu að slípa hlutina fyrir titilvörnina. Á æfingum Buccaneers má sjá son hans John "Jack" Edward sem réði sig sem boltastrákur á æfingum. Strákurinn er þrettán ára gamall og hann á Brady með Bridget Moynahan. Brady er hins vegar giftur Gisele Bündchen og eiga þau tvö börn, hinn ellefu ára gamla Benjamin Rein og hina átta ára gömlu Vivian Lake. „Þetta er sumarstarfið hans og hann tekur það mjög alvarlega, alveg eins og pabbi hans,“ skrifaði Tom Brady á Instagram og hann var líka spurður út í samvinnu feðganna á æfingum liðins. Brady er sérstaklega ánægður með að hafa Jack á æfingunum eins og sjá má í þessu viðtali hér fyrir neðan. When your dad is Tom Brady and you get to be a ball boy at the Super Bowl champs' practice... pic.twitter.com/Zw251WRZwS— Sports by Tampa Bay Times (@TBTimes_Sports) August 18, 2021 „Hann er á góðum aldrei og því meira sem við getum verið saman því betra er það. Það er mjög gaman fyrir mig að hafa hann hér. Honum finnst þetta líka gaman sem er enn betra,“ sagði Tom Brady. „Hann er frábær strákur. Ég vil ekki hrósa honum of mikið svo hann verði ekki of góður með sig. Þetta er sérstakur strákur, það er gaman að vera með honum og hann er góður í öllu hvort sem það er að hlaupa, fara út á bát, hjóla eða fara í golf. Hann er klár í allt,“ sagði Brady. Jack fékk líka hrós frá þjálfaranum Bruce Arians og það eina sem Brady hefur áhyggjur af er að strákurinn passi það að drekka nóg í hitanum á Flórída. NFL Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Sjá meira
Tampa Bay Buccaneers liðið vann NFL-titilinn á fyrsta tímabili Brady hjá liðinu og hann var þar að verða NFL-meistari í sjöunda skiptið sem er met. Brady vann titilinn sex sinnum með New England Patriots. Tom Brady and his son Jack playing catch before practice. Jack is one of the Bucs' ball boys. pic.twitter.com/wZFsTZOxFM— TURRON DAVENPORT (@TDavenport_NFL) August 19, 2021 Menn hafa tekið eftir því að Tom Brady er ekki sá eini úr fjölskyldunni sem er á æfingum með Tampa Bay Buccaneers þessa dagana en liðið er nú að fullu að slípa hlutina fyrir titilvörnina. Á æfingum Buccaneers má sjá son hans John "Jack" Edward sem réði sig sem boltastrákur á æfingum. Strákurinn er þrettán ára gamall og hann á Brady með Bridget Moynahan. Brady er hins vegar giftur Gisele Bündchen og eiga þau tvö börn, hinn ellefu ára gamla Benjamin Rein og hina átta ára gömlu Vivian Lake. „Þetta er sumarstarfið hans og hann tekur það mjög alvarlega, alveg eins og pabbi hans,“ skrifaði Tom Brady á Instagram og hann var líka spurður út í samvinnu feðganna á æfingum liðins. Brady er sérstaklega ánægður með að hafa Jack á æfingunum eins og sjá má í þessu viðtali hér fyrir neðan. When your dad is Tom Brady and you get to be a ball boy at the Super Bowl champs' practice... pic.twitter.com/Zw251WRZwS— Sports by Tampa Bay Times (@TBTimes_Sports) August 18, 2021 „Hann er á góðum aldrei og því meira sem við getum verið saman því betra er það. Það er mjög gaman fyrir mig að hafa hann hér. Honum finnst þetta líka gaman sem er enn betra,“ sagði Tom Brady. „Hann er frábær strákur. Ég vil ekki hrósa honum of mikið svo hann verði ekki of góður með sig. Þetta er sérstakur strákur, það er gaman að vera með honum og hann er góður í öllu hvort sem það er að hlaupa, fara út á bát, hjóla eða fara í golf. Hann er klár í allt,“ sagði Brady. Jack fékk líka hrós frá þjálfaranum Bruce Arians og það eina sem Brady hefur áhyggjur af er að strákurinn passi það að drekka nóg í hitanum á Flórída.
NFL Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Sjá meira