Tom Brady með strákinn sinn á æfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 17:30 Tom Brady er á fullu að undirbúa sig fyrir sitt annað tímabil með Tampa Bay Buccaneers. Getty/Douglas P. DeFelice Tom Brady hélt upp á 44 ára afmælið sitt í byrjun mánaðarins og þessi lifandi goðsögn er nú að fullu að undirbúa sig fyrir sitt 22. tímabil í NFL-deildinni. Tampa Bay Buccaneers liðið vann NFL-titilinn á fyrsta tímabili Brady hjá liðinu og hann var þar að verða NFL-meistari í sjöunda skiptið sem er met. Brady vann titilinn sex sinnum með New England Patriots. Tom Brady and his son Jack playing catch before practice. Jack is one of the Bucs' ball boys. pic.twitter.com/wZFsTZOxFM— TURRON DAVENPORT (@TDavenport_NFL) August 19, 2021 Menn hafa tekið eftir því að Tom Brady er ekki sá eini úr fjölskyldunni sem er á æfingum með Tampa Bay Buccaneers þessa dagana en liðið er nú að fullu að slípa hlutina fyrir titilvörnina. Á æfingum Buccaneers má sjá son hans John "Jack" Edward sem réði sig sem boltastrákur á æfingum. Strákurinn er þrettán ára gamall og hann á Brady með Bridget Moynahan. Brady er hins vegar giftur Gisele Bündchen og eiga þau tvö börn, hinn ellefu ára gamla Benjamin Rein og hina átta ára gömlu Vivian Lake. „Þetta er sumarstarfið hans og hann tekur það mjög alvarlega, alveg eins og pabbi hans,“ skrifaði Tom Brady á Instagram og hann var líka spurður út í samvinnu feðganna á æfingum liðins. Brady er sérstaklega ánægður með að hafa Jack á æfingunum eins og sjá má í þessu viðtali hér fyrir neðan. When your dad is Tom Brady and you get to be a ball boy at the Super Bowl champs' practice... pic.twitter.com/Zw251WRZwS— Sports by Tampa Bay Times (@TBTimes_Sports) August 18, 2021 „Hann er á góðum aldrei og því meira sem við getum verið saman því betra er það. Það er mjög gaman fyrir mig að hafa hann hér. Honum finnst þetta líka gaman sem er enn betra,“ sagði Tom Brady. „Hann er frábær strákur. Ég vil ekki hrósa honum of mikið svo hann verði ekki of góður með sig. Þetta er sérstakur strákur, það er gaman að vera með honum og hann er góður í öllu hvort sem það er að hlaupa, fara út á bát, hjóla eða fara í golf. Hann er klár í allt,“ sagði Brady. Jack fékk líka hrós frá þjálfaranum Bruce Arians og það eina sem Brady hefur áhyggjur af er að strákurinn passi það að drekka nóg í hitanum á Flórída. NFL Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Tampa Bay Buccaneers liðið vann NFL-titilinn á fyrsta tímabili Brady hjá liðinu og hann var þar að verða NFL-meistari í sjöunda skiptið sem er met. Brady vann titilinn sex sinnum með New England Patriots. Tom Brady and his son Jack playing catch before practice. Jack is one of the Bucs' ball boys. pic.twitter.com/wZFsTZOxFM— TURRON DAVENPORT (@TDavenport_NFL) August 19, 2021 Menn hafa tekið eftir því að Tom Brady er ekki sá eini úr fjölskyldunni sem er á æfingum með Tampa Bay Buccaneers þessa dagana en liðið er nú að fullu að slípa hlutina fyrir titilvörnina. Á æfingum Buccaneers má sjá son hans John "Jack" Edward sem réði sig sem boltastrákur á æfingum. Strákurinn er þrettán ára gamall og hann á Brady með Bridget Moynahan. Brady er hins vegar giftur Gisele Bündchen og eiga þau tvö börn, hinn ellefu ára gamla Benjamin Rein og hina átta ára gömlu Vivian Lake. „Þetta er sumarstarfið hans og hann tekur það mjög alvarlega, alveg eins og pabbi hans,“ skrifaði Tom Brady á Instagram og hann var líka spurður út í samvinnu feðganna á æfingum liðins. Brady er sérstaklega ánægður með að hafa Jack á æfingunum eins og sjá má í þessu viðtali hér fyrir neðan. When your dad is Tom Brady and you get to be a ball boy at the Super Bowl champs' practice... pic.twitter.com/Zw251WRZwS— Sports by Tampa Bay Times (@TBTimes_Sports) August 18, 2021 „Hann er á góðum aldrei og því meira sem við getum verið saman því betra er það. Það er mjög gaman fyrir mig að hafa hann hér. Honum finnst þetta líka gaman sem er enn betra,“ sagði Tom Brady. „Hann er frábær strákur. Ég vil ekki hrósa honum of mikið svo hann verði ekki of góður með sig. Þetta er sérstakur strákur, það er gaman að vera með honum og hann er góður í öllu hvort sem það er að hlaupa, fara út á bát, hjóla eða fara í golf. Hann er klár í allt,“ sagði Brady. Jack fékk líka hrós frá þjálfaranum Bruce Arians og það eina sem Brady hefur áhyggjur af er að strákurinn passi það að drekka nóg í hitanum á Flórída.
NFL Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira