Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 11:00 Þeir félagar fögnu innilega sögulegum árangri Noregs í greininni. Elsa/Getty Images Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996. Þeir norsku unnu fyrsta sett leiksins 21-17 til að ná yfirhöndinni og var spennan mikil í öðru setti. Aftur höfðu þeir norsku hins vegar betur, í þetta sinn 21-18, og Ólympíugullið því víst. Um er að ræða fyrstu verðlaun Noregs í greininni á Ólympíuleikum. Mol var himinlifandi með sigurinn, og ekki síður að gera betur en móðir hans, Merita Mol, á leikunum í Atlanta í Bandaríkjunum fyrir 25 árum. „Mig dreymdi alltaf um að gera betur en mamma mín á Ólympíuleikunum. Hún lenti í níunda sæti. Ég var í raun virkilega glaður þegar við komumst í átta liða úrslit því þar með náðum við sögulegum árangri með því að tryggja fimmta sætið, hið minnsta,“ Foreldrar hans eiga þá mikið í árangri félaganna eftir því sem kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins, NRK. Faðir hans, Kåre, er einnig fyrrum strandblakmaður líkt og móðir hans og mörgu hefur verið til tjaldað til að börn þeirra nái árangri. Öll fimm eru þau í strandblaki og því þurfti til þess almennilegar aðstæður, sem ekki voru til staðar í Strandvik í Noregi, hvar fjölskyldan býr. „Við höfum gert ótrúlegustu hluti. Meðal annars keyrt bílhlöss af sandi til ferja til Strandvíkur til að setja upp velli,“ segir faðirinn Kåre. „Þetta er algjörlega fáránlegt. Þau hafa hætt í vinnunni sinni. Það er svo mikið á bakvið þennan árangur, því það er bara toppurinn á ísjakanum. Við erum stoltir, en það eru svo margir sem hafa lagt hönd á plóg,“ segir sonur hans og gullverðlauna hafinn Anders. „Þetta hefur verið löng leið að Ólympíugulli. Þau eiga þetta skilið svo miklu meira en ég. Það er ótrúlegt hvað þau hafa lagt í þetta. Fjölskyldur okkar beggja og vinir. Það eru svo margir sem eiga skilinn hluta í þessu gulli,“ er haft eftir félaga hans Sörum. Blak Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira
Þeir norsku unnu fyrsta sett leiksins 21-17 til að ná yfirhöndinni og var spennan mikil í öðru setti. Aftur höfðu þeir norsku hins vegar betur, í þetta sinn 21-18, og Ólympíugullið því víst. Um er að ræða fyrstu verðlaun Noregs í greininni á Ólympíuleikum. Mol var himinlifandi með sigurinn, og ekki síður að gera betur en móðir hans, Merita Mol, á leikunum í Atlanta í Bandaríkjunum fyrir 25 árum. „Mig dreymdi alltaf um að gera betur en mamma mín á Ólympíuleikunum. Hún lenti í níunda sæti. Ég var í raun virkilega glaður þegar við komumst í átta liða úrslit því þar með náðum við sögulegum árangri með því að tryggja fimmta sætið, hið minnsta,“ Foreldrar hans eiga þá mikið í árangri félaganna eftir því sem kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins, NRK. Faðir hans, Kåre, er einnig fyrrum strandblakmaður líkt og móðir hans og mörgu hefur verið til tjaldað til að börn þeirra nái árangri. Öll fimm eru þau í strandblaki og því þurfti til þess almennilegar aðstæður, sem ekki voru til staðar í Strandvik í Noregi, hvar fjölskyldan býr. „Við höfum gert ótrúlegustu hluti. Meðal annars keyrt bílhlöss af sandi til ferja til Strandvíkur til að setja upp velli,“ segir faðirinn Kåre. „Þetta er algjörlega fáránlegt. Þau hafa hætt í vinnunni sinni. Það er svo mikið á bakvið þennan árangur, því það er bara toppurinn á ísjakanum. Við erum stoltir, en það eru svo margir sem hafa lagt hönd á plóg,“ segir sonur hans og gullverðlauna hafinn Anders. „Þetta hefur verið löng leið að Ólympíugulli. Þau eiga þetta skilið svo miklu meira en ég. Það er ótrúlegt hvað þau hafa lagt í þetta. Fjölskyldur okkar beggja og vinir. Það eru svo margir sem eiga skilinn hluta í þessu gulli,“ er haft eftir félaga hans Sörum.
Blak Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira