Sport

Hafði betur gegn heimsmethafanum eftir æsispennandi lokasprett í maraþoninu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Gleðin leyndi sér ekki hjá Jepchirchir þegar hún kom í mark í nótt.
Gleðin leyndi sér ekki hjá Jepchirchir þegar hún kom í mark í nótt. Clive Brunskill/Getty Images

Hin keníska Peres Jepchirchir kom fyrst í mark í maraþoni kvenna í miklum hita á Ólympíuleikunum í Japan. Hlaupið fór fram norðurhluta landsins í borginni Sapporo.

Hlaup dagsins var fært fram um eina klukkustund vegna hitans í Japan og hófst klukkan sex að morgni á staðartíma. 28 gráður voru þegar hlaupið hófst.

Mikil spenna var á lokakaflanum en Jepchirchir kom fyrst í mark á tveimur klukkustundum, 27 mínútum og 20 sekúndum. Hún var aðeins 16 sekúndum á undan löndu sinni Brigid Kosgei, sem er heimsmethafi í greinini. Kenýa vann því tvöfaldan sigur í greininni.

Þriðja keníska konan, Ruth Chepngetich, þótti einnig líkleg til árangurs en sú varð heimsmeistari í Doha í Katar 2019. Hún missti hins vegar af þeim fremstu þegar þegar um 30 kílómetrar voru búnir af hlaupinu.

Aðeins 10 sekúndum á eftir Kosgei var hin bandaríska Molly Seidel frá Bandaríkjunum, sem hafði verið á eftir hinni ísraelsku Lonuh Chemtai Salpeter en sú dró sig úr keppni þegar um fimm kímómetrar voru eftir.

Alls voru 14 hlauparar sem drógu sig úr keppni af þeim 88 sem tóku þátt í greininni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.