Hasar og hamagangur í nýju sýnishorni úr Leynilöggu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. ágúst 2021 10:34 Auðunn Blöndal leikur leynilögguna Bússa sem berst við hættulegustu glæpamenn landsins í Íslensku hasar- og gamanmyndinni Leynilögga. Pegasus/Elli Cassata Íslenska hasar- og gamanmyndin Leynilögga verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno í næstu viku. Nú þegar hefur myndin vakið mikla athygli og forvitni en fréttaveitan Variety frumsýndi sýnishorn á ensku í gær og birti grein þar sem blaðamaður hrósar myndinni og segir hana vera „Bad ass comedy.“ Myndin fjallar um harðhausinn og leynilögguna Bússa sem leikinn er af Auðunni Blöndal. Bússi er einn besti lögreglumaður Reykjavíkur. Málin flækjast þegar hann fær nýjan samstarfsfélaga, pankynhneigða heimsmanninn Hörð Bess, sem er leikinn af Agli Einarssyni. Bússi er í kjölfarið í mikilli baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni næsta þriðjudag en sýningar hefjast á Íslandi þann 27. ágúst. Pegasus/Elli Cassata Leikstjóri myndarinnar er Hannes Þór Halldórsson en hann er einnig handritshöfundur ásamt Nínu Petersen og Sverri Þór Sverrissyni en sagan sjálf er eftir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hannes Þór. Hér fyrir neðan er hægt að sjá glænýtt sýnishorn úr myndinni. Klippa: Leynilögga - Stikla Stórt skref að skrifa undir samning Framleiðendur Leynilöggu lokuðu nýverið samning við sölufyrirtækið Alief og segir Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus það skref hafa verið mjög stórt og mikilvægt fyrir myndina. Það var afar mikilvægt fyrir okkur að finna sölufyrirtæki sem ekki eingöngu hafði jafn gaman af myndinni og við heldur einnig hefði djúpan skiling á þessari tegund kvikmyndar. Þótt þetta sé í grunnin hasar gamanmynd þá býr hún einnig yfir helling af öðrum hliðum líka. Íslenski hópurinn heldur út á mánudaginn og verður myndin verður sýnd þar á þriðjudaginn en sýningar munu hefjast á Íslandi í lok ágúst, byrjun september. „Það fer töluvert stór hópur með myndinni út. Fyrir utan mig og leikstjórann Hannes Þór fara þau Auddi, Sveppi, Egill, Steinunn Ólína, Björn Hlynur og Vivan Ólafs,“ segir Lilja. Brett Walker frá sölufyrirtækinu Alief segir að kvikmynd eins og Leynilöggu sé afar sjaldgæft að finna og að allir aðdáendur gömlu næntís myndanna ættu ekki að láta myndina framhjá sér fara. „Mjög sterk frumraun leikstjóra.“ Plakat myndarinnar Leynilögga. Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Nú þegar hefur myndin vakið mikla athygli og forvitni en fréttaveitan Variety frumsýndi sýnishorn á ensku í gær og birti grein þar sem blaðamaður hrósar myndinni og segir hana vera „Bad ass comedy.“ Myndin fjallar um harðhausinn og leynilögguna Bússa sem leikinn er af Auðunni Blöndal. Bússi er einn besti lögreglumaður Reykjavíkur. Málin flækjast þegar hann fær nýjan samstarfsfélaga, pankynhneigða heimsmanninn Hörð Bess, sem er leikinn af Agli Einarssyni. Bússi er í kjölfarið í mikilli baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni næsta þriðjudag en sýningar hefjast á Íslandi þann 27. ágúst. Pegasus/Elli Cassata Leikstjóri myndarinnar er Hannes Þór Halldórsson en hann er einnig handritshöfundur ásamt Nínu Petersen og Sverri Þór Sverrissyni en sagan sjálf er eftir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hannes Þór. Hér fyrir neðan er hægt að sjá glænýtt sýnishorn úr myndinni. Klippa: Leynilögga - Stikla Stórt skref að skrifa undir samning Framleiðendur Leynilöggu lokuðu nýverið samning við sölufyrirtækið Alief og segir Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus það skref hafa verið mjög stórt og mikilvægt fyrir myndina. Það var afar mikilvægt fyrir okkur að finna sölufyrirtæki sem ekki eingöngu hafði jafn gaman af myndinni og við heldur einnig hefði djúpan skiling á þessari tegund kvikmyndar. Þótt þetta sé í grunnin hasar gamanmynd þá býr hún einnig yfir helling af öðrum hliðum líka. Íslenski hópurinn heldur út á mánudaginn og verður myndin verður sýnd þar á þriðjudaginn en sýningar munu hefjast á Íslandi í lok ágúst, byrjun september. „Það fer töluvert stór hópur með myndinni út. Fyrir utan mig og leikstjórann Hannes Þór fara þau Auddi, Sveppi, Egill, Steinunn Ólína, Björn Hlynur og Vivan Ólafs,“ segir Lilja. Brett Walker frá sölufyrirtækinu Alief segir að kvikmynd eins og Leynilöggu sé afar sjaldgæft að finna og að allir aðdáendur gömlu næntís myndanna ættu ekki að láta myndina framhjá sér fara. „Mjög sterk frumraun leikstjóra.“ Plakat myndarinnar Leynilögga.
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira