„Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. ágúst 2021 11:51 Fundurinn varð mjög þungur þegar leið á seinni hlutann og ljóst að sérfræðingarnir hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála. Vísir/Vilhelm Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Þríeykið var spurt að því hvort það væri raunhæft að sjá daglegar greiningar verða hátt í 200 þegar áhrif verslunarmannahelgarinnar kæmu að fullu fram; hvort menn væru tilbúnir til að láta bylgjuna ganga yfir sig og vona hið besta varðandi alvarleg veikindi. Kamilla sagði ljóst að ef það gerðist myndu þau kerfi sem þjóðin hefur reitt sig á bresta. Rakning yrði ómöguleg, sem myndi gera það að verkum að fólk væri ekki sent í sóttkví, fleiri myndu smitast, fleiri þurfa að fara í einangrun, alvarlegum veikindum fjölga og fleiri leggjast inn á Landspítalann. Sagði hún mögulegt að Íslendingar stæðu þá frammi fyrir þeirri stöðu sem upp hefði komið annars staðar að spítalar gætu ekki tekið við fleiri sjúklingum og að veikir einstaklingar fengju ekki nauðsynlega aðstoð. Páll sagði tvennt í stöðunni; að beita sóttvarnaaðgerðum eða láta faraldurinn geisa. Í seinna tilvikinu myndi spítalinn líklega ekki ráða við álagið. Ná þyrfti tökum á ástandinu umsvifalaust og í kjölfarið „hækka byrðinginn“ í heilbrigðiskerfinu. Kerfishrun hefði alvarlegar langtímaafleiðingar í för með sér Víðir sagði oft hafa verið rætt um langtímaáhrif faraldursins, til dæmis á efnahagslífið og lýðheilsu. Það sem hefði ekki verið nefnt væru þær afleiðingar sem það gæti haft ef þau kerfi sem landsmenn treystu á myndu bresta og ekki yrði hægt að veita þá þjónustu og tryggja það öryggi sem væri nauðsynlegt. Slíkt gæti haft afar skaðvænleg áhrif til langs tíma. Víðir sagði vinnu í gangi við að marka stefnuna til framtíðar en á sama tíma og við þyrftum að ákveða hvernig við ætluðum að lifa með veirunni þyrfti að takast á við ástandið sem væri uppi í dag. „Og það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun,“ sagði hann en ekki mátti ráða annað af máli sérfræðinganna en að þau hvettu stjórnvöld til að grípa til tafarlausra aðgerða. Voru Kamilla og Víðir meðal annars á einu máli um að skimun á landamærunum væri fyrsta vörnin gegn veirunni. Víðir sagði ekkert annað í boði en að halda áfram veginn og lagði þunga áherslu á mikilvægi samstöðunnar, óháð því til hvaða aðgerða yrði gripið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Þríeykið var spurt að því hvort það væri raunhæft að sjá daglegar greiningar verða hátt í 200 þegar áhrif verslunarmannahelgarinnar kæmu að fullu fram; hvort menn væru tilbúnir til að láta bylgjuna ganga yfir sig og vona hið besta varðandi alvarleg veikindi. Kamilla sagði ljóst að ef það gerðist myndu þau kerfi sem þjóðin hefur reitt sig á bresta. Rakning yrði ómöguleg, sem myndi gera það að verkum að fólk væri ekki sent í sóttkví, fleiri myndu smitast, fleiri þurfa að fara í einangrun, alvarlegum veikindum fjölga og fleiri leggjast inn á Landspítalann. Sagði hún mögulegt að Íslendingar stæðu þá frammi fyrir þeirri stöðu sem upp hefði komið annars staðar að spítalar gætu ekki tekið við fleiri sjúklingum og að veikir einstaklingar fengju ekki nauðsynlega aðstoð. Páll sagði tvennt í stöðunni; að beita sóttvarnaaðgerðum eða láta faraldurinn geisa. Í seinna tilvikinu myndi spítalinn líklega ekki ráða við álagið. Ná þyrfti tökum á ástandinu umsvifalaust og í kjölfarið „hækka byrðinginn“ í heilbrigðiskerfinu. Kerfishrun hefði alvarlegar langtímaafleiðingar í för með sér Víðir sagði oft hafa verið rætt um langtímaáhrif faraldursins, til dæmis á efnahagslífið og lýðheilsu. Það sem hefði ekki verið nefnt væru þær afleiðingar sem það gæti haft ef þau kerfi sem landsmenn treystu á myndu bresta og ekki yrði hægt að veita þá þjónustu og tryggja það öryggi sem væri nauðsynlegt. Slíkt gæti haft afar skaðvænleg áhrif til langs tíma. Víðir sagði vinnu í gangi við að marka stefnuna til framtíðar en á sama tíma og við þyrftum að ákveða hvernig við ætluðum að lifa með veirunni þyrfti að takast á við ástandið sem væri uppi í dag. „Og það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun,“ sagði hann en ekki mátti ráða annað af máli sérfræðinganna en að þau hvettu stjórnvöld til að grípa til tafarlausra aðgerða. Voru Kamilla og Víðir meðal annars á einu máli um að skimun á landamærunum væri fyrsta vörnin gegn veirunni. Víðir sagði ekkert annað í boði en að halda áfram veginn og lagði þunga áherslu á mikilvægi samstöðunnar, óháð því til hvaða aðgerða yrði gripið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira