Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2025 15:57 Eva Bryndís Helgadóttir er réttargæslumaður konunnar sem kærði Albert. Vísir/Vilhelm Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, segir sýknudóm Alberts sem Landsréttur felldi í dag koma sér á óvart. „Já, ég verð að viðurkenna það. Ég átti von á því að það yrði fallist á kröfu ákæruvaldsins um sakfellingu í þessu máli. Ég viðurkenni það. En eins og við vitum þá eru gerðar mjög strangar kröfur til þess að það sé fallist kröfu um fangelsi í svona málum. Sjaldnast rata þau svona langt í kerfinu. Mörg þeirra eru felld niður á fyrri stigum og þess háttar.“ Í samtali við fréttastofu benti Eva á að dómurinn hafi verið þríklofinn. Tveir dómarar hafi ákveðið að sýkna Albert, en einn þeirra viljað sakfella hann. „Þannig þetta er mjög tæpt,“ sagði hún. „Það segir okkur að það hafi margt bent til sakfellingar, enda átti ég von á þeirri niðurstöðu svo ég segi alveg eins og er.“ Aðspurð um hvort henni finnist að málinu eigi að vera áfrýjað til Hæstaréttar segir Eva að ríkissaksóknari verði að segja til um það. „En það er mjög óvenjulegt, myndi ég segja, að sjá þríklofinn þriggja manna dóm,“ segir hún. „Og ég tala nú ekki um þegar það er sýkna á línu, eins og maður segir.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts, sagði að það hefði yfir höfuð komið honum á óvart að málinu hafi verið áfrýjað úr héraði til Landsréttar. Eva Bryndís var á öðru máli. „Alls ekki. Alls ekki. Það kom mér alls ekki á óvart að þessu máli yrði áfrýjað. Mér fannst héraðsdómurinn mjög sérkennilegur, og það kom mér alls ekki á óvart að honum hafi verið áfrýjað.“ Eva Bryndís segir það ekkert smá mál að stíga skrefið sem umbjóðandi hennar steig, að kæra og fara í gegnum allt ferlið. Það séu þung skref, og ekki léttvægt. Dómsmál Mál Alberts Guðmundssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
„Já, ég verð að viðurkenna það. Ég átti von á því að það yrði fallist á kröfu ákæruvaldsins um sakfellingu í þessu máli. Ég viðurkenni það. En eins og við vitum þá eru gerðar mjög strangar kröfur til þess að það sé fallist kröfu um fangelsi í svona málum. Sjaldnast rata þau svona langt í kerfinu. Mörg þeirra eru felld niður á fyrri stigum og þess háttar.“ Í samtali við fréttastofu benti Eva á að dómurinn hafi verið þríklofinn. Tveir dómarar hafi ákveðið að sýkna Albert, en einn þeirra viljað sakfella hann. „Þannig þetta er mjög tæpt,“ sagði hún. „Það segir okkur að það hafi margt bent til sakfellingar, enda átti ég von á þeirri niðurstöðu svo ég segi alveg eins og er.“ Aðspurð um hvort henni finnist að málinu eigi að vera áfrýjað til Hæstaréttar segir Eva að ríkissaksóknari verði að segja til um það. „En það er mjög óvenjulegt, myndi ég segja, að sjá þríklofinn þriggja manna dóm,“ segir hún. „Og ég tala nú ekki um þegar það er sýkna á línu, eins og maður segir.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts, sagði að það hefði yfir höfuð komið honum á óvart að málinu hafi verið áfrýjað úr héraði til Landsréttar. Eva Bryndís var á öðru máli. „Alls ekki. Alls ekki. Það kom mér alls ekki á óvart að þessu máli yrði áfrýjað. Mér fannst héraðsdómurinn mjög sérkennilegur, og það kom mér alls ekki á óvart að honum hafi verið áfrýjað.“ Eva Bryndís segir það ekkert smá mál að stíga skrefið sem umbjóðandi hennar steig, að kæra og fara í gegnum allt ferlið. Það séu þung skref, og ekki léttvægt.
Dómsmál Mál Alberts Guðmundssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira