Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Bjarki Sigurðsson skrifar 26. nóvember 2025 22:00 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri. Vísir/Lýður Valberg Borgarstjóri segir þéttingu byggðar í Grafarvogi mun minni en áætlað var og að hún sé ekki að forðast íbúa hverfisins. Það sé mikilvægt að hverfi borgarinnar haldi sínum sérkennum. Borgarstjóri hefur flakkað um hverfi borgarinnar síðustu vikur og þessa vikuna hefur hún verið í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Grafarvogsbúar voru afar ósáttir í gær þegar borgarstjóri hélt opinn fund á Kjalarnesi en boðaði ekki til fundar með Grafarvogsbúum. Ýjað var að því að hún væri að forðast íbúa hverfisins, meðal annars vegna gagnrýni á þéttingu byggðar og bílastæðaskort. Heiða segir það þó fjarri lagi. „Ef það er vilji til þess að óska eftir fundi með okkur erum við alltaf til í að skoða það. Það er auðvitað okkar hlutverk að vera í góðu samtali. Þetta var samt frábær fundur á Kjalarnesi og mikið um að ræða enda stórar hugmyndir um framtíð hverfisins nú þegar Sundabraut er að fara að tengja okkur saman. Þetta var mjög góður fundur og það komu nokkrir úr Grafarvoginum,“ segir Heiða. 476, svo 340 og nú færri en 200 Upphaflega stóð til að byggja tæplega fimm hundruð íbúðir á þéttingarreitum Grafarvogs. Eftir að 848 athugasemdir bárust frá íbúum hverfisins var dregið úr áformunum og ákveðið að byggðar yrðu 340 íbúðir. Einhverjir íbúar voru enn ósáttir og nú virðist borgarstjóri ætla að fækka þeim enn frekar, þær verða færri en tvö hundruð. „Fyrri borgarstjóri kom hér og tilkynnti með miklum bravör mikla uppbyggingu sem ekki mæltist vel fyrir. Hún þurfti að fara í lögbundið samráð og það var dregið úr henni. Það eru enn sterkar ábendingar um að íbúar séu ekki sáttir við allt og við viljum hlusta á það. Þannig við erum búin að vera að forgangsraða þannig að halda áfram með það sem er í aðalskipulagi nú þegar en reyna að komast af stað með hverfaskipulag til að gera þetta betur og nánar með íbúunum,“ segir Heiða. Mikilvægt að halda í karakterinn Hún fundaði í dag með Korpúlfi, félagi eldri borgara í Grafarvogi, en félagar lögðu áherslu á að hverfið væri mikil náttúruparadís sem ekki mætti skemma. „Við viljum svolítið halda í karakterinn í okkar hverfum. Það er líka mikilvægt fyrir Reykjavík að bjóða upp á mismunandi svo við getum fundið okkar stað. Sumir vilja geta gengið í leikhúsið, aðrir í fjöruna og sumir bæði. Við getum öll reynt að finna út úr þessu,“ segir Heiða. Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Samfylkingin Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Borgarstjóri hefur flakkað um hverfi borgarinnar síðustu vikur og þessa vikuna hefur hún verið í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Grafarvogsbúar voru afar ósáttir í gær þegar borgarstjóri hélt opinn fund á Kjalarnesi en boðaði ekki til fundar með Grafarvogsbúum. Ýjað var að því að hún væri að forðast íbúa hverfisins, meðal annars vegna gagnrýni á þéttingu byggðar og bílastæðaskort. Heiða segir það þó fjarri lagi. „Ef það er vilji til þess að óska eftir fundi með okkur erum við alltaf til í að skoða það. Það er auðvitað okkar hlutverk að vera í góðu samtali. Þetta var samt frábær fundur á Kjalarnesi og mikið um að ræða enda stórar hugmyndir um framtíð hverfisins nú þegar Sundabraut er að fara að tengja okkur saman. Þetta var mjög góður fundur og það komu nokkrir úr Grafarvoginum,“ segir Heiða. 476, svo 340 og nú færri en 200 Upphaflega stóð til að byggja tæplega fimm hundruð íbúðir á þéttingarreitum Grafarvogs. Eftir að 848 athugasemdir bárust frá íbúum hverfisins var dregið úr áformunum og ákveðið að byggðar yrðu 340 íbúðir. Einhverjir íbúar voru enn ósáttir og nú virðist borgarstjóri ætla að fækka þeim enn frekar, þær verða færri en tvö hundruð. „Fyrri borgarstjóri kom hér og tilkynnti með miklum bravör mikla uppbyggingu sem ekki mæltist vel fyrir. Hún þurfti að fara í lögbundið samráð og það var dregið úr henni. Það eru enn sterkar ábendingar um að íbúar séu ekki sáttir við allt og við viljum hlusta á það. Þannig við erum búin að vera að forgangsraða þannig að halda áfram með það sem er í aðalskipulagi nú þegar en reyna að komast af stað með hverfaskipulag til að gera þetta betur og nánar með íbúunum,“ segir Heiða. Mikilvægt að halda í karakterinn Hún fundaði í dag með Korpúlfi, félagi eldri borgara í Grafarvogi, en félagar lögðu áherslu á að hverfið væri mikil náttúruparadís sem ekki mætti skemma. „Við viljum svolítið halda í karakterinn í okkar hverfum. Það er líka mikilvægt fyrir Reykjavík að bjóða upp á mismunandi svo við getum fundið okkar stað. Sumir vilja geta gengið í leikhúsið, aðrir í fjöruna og sumir bæði. Við getum öll reynt að finna út úr þessu,“ segir Heiða.
Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Samfylkingin Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira