Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. nóvember 2025 22:44 Guðfinna Kristín Björnsdóttir, læknanemi á sjötta ári. vísir/stefán Ung kona gagnrýnir núverandi fæðingarorlofskerfi harðlega og segir marga í kringum sig bíða lengi eftir að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins. Hún hvetur Kvenréttindafélag Íslands sem hefur sett sig á móti breytingum til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. Skoðanagrein sem birtist á Vísi í gær hefur vakið þó nokkra athygli en þar er fæðingarolofskerfið gagnrýnt harðlega. Þar ber Guðfinna Kristín Björnsdóttir ýmis atriði saman við fyrirkomulagið á hinum Norðurlöndunum. „Íslenskt hugvit og nýsköpun hafa skilað af sér kerfi, ólíkt öðrum kerfum nágrannaþjóða okkar, þar sem verðandi foreldrar eiga milljónir undir þeirri list að koma börnum sínum í heiminn á hárréttum tíma - með tilliti til starfsaldurs, menntunarstigs og útskriftardags,“ skrifar Guðfinna í grein sinni. Hún segir í samtali við fréttastofu að kerfið hafi komið henni verulega á óvart þegar hún fór að skoða það gaumgæfulega. „Ég hugsaði, það getur ekki verið að þetta virki svona en síðan bara virkar þetta þannig. Þetta er alveg meingallað kerfi og ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma.“ Núverandi fæðingaorlofsréttur á Íslandi eru tólf mánuðir samtals og geta foreldrar skipt sex vikum á milli sín. Guðfinna kallar eftir auknu frelsi á þessu sviði. Á Norðurlöndunum er orlofsskylda föður til að mynda aðeins þrír mánuðir. „En við erum hérna með 4,5 mánuði og það liggur fyrir að fjörtíu prósent feðra eru ekki að nýta þessar vikur þó að barnið sé ekki að komast inn á leikskóla fyrr en eftir eitt og hálft ár. Það liggur fyrir að þessi skyldutaka föðurins er að valda því að konurnar eru lengur heima launalausar.“ Gagnrýnin á Kvenréttindafélag Íslands Þingsályktunartillaga frá Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum kallar eftir sveigjanlegri tilhögun á fæðingarorlofi. Kvenréttindafélag Ísland leggst alfarið gegn tillögunni í umsögn við tillöguna. „Ég veit ekki hvernig þau skilgreina kvenréttindi en ég mundi halda að kvenréttindi ætti að vera réttur kvenna til vals og ég held að Kvenréttindafélag Íslands ætti jafn mikið að berjast fyrir þeim konum sem vilja vera heima með sínum börnum og öðrum. Það á ekki að vera skylda konur út á vinnumarkað frekar en þær vilja það.“ Þá gagnrýnir hún að foreldrar þurfa að hafa unnið samfleytt í sex mánuði fyrir fæðingardag barns til að eiga rétt á orlofsgreiðslum miðað við ætlaðar tapaðar tekjur „Þetta er séríslensk regla. Að þú þurfir að vinna samfleytt í sex mánuði, ekki áður en þú byrjar að taka orlofið heldur fyrir fæðingardaginn. Það getur oft komið í ljós seinna. Þú átt ekki rétt á orlofi. Þú skiptir um vinnu: Þarna voru þrír dagar þar sem þú varst ekki á vinnumarkaði. Það er ótrúlega létt að falla á milli í kerfinu okkar. Þetta er ekki svona á hinum Norðurlöndunum.“ Ef miðað er við tekjur er miðað við laun á árs tímabili sem endar sex mánuðum fyrir fæðingu. „Maður hefur heyrt frá vinkonum sínum. Já ég ætla að bíða í eitt og hálft ár. Þegar ég er búin að bíða í eitt og hálft ár þá get ég eignast barn. Það er bara staðan. Ef þú villt fá orlof eftir launum þá þarftu að vinna í eitt og hálft ár eftir nám.“ Öðruvísi á hinum Norðurlöndunum Hún upplifi kerfið þannig að það sé allt gert svo fólk eigi erfitt með að fá sem mest úr orlofinu. „Laun foreldra sem fara í orlof reiknast út frá tekjum einu og hálfu til hálfu ári fyrir fæðingardag. Á hinum Norðurlöndunum þá er þetta einn til þrír mánuðir fyrir orlofstöku. Pabbi í Noregi sem fer í orlof með ársgamalt barnið sitt. Hann fær orlof eftir væntum töpuðum tekjum þrjá mánuði fyrir orlof sem sumir myndu segja að væri rökréttara. Á meðan þarf íslenskur pabbi að fara í orlof sem miðast við tekjur sem hann fékk fyrir tveimur og hálfu til einu og hálfu ári síðan. Þetta er gallað. Maður trúir ekki að það sé enginn búinn að leiðrétta þetta.“ „Hvetja fólk til að eignast börn seint og síðan sjaldan“ Fæðingartíðni hér á landi hefur farið lækkandi og hefur aldrei mælst lægri en í fyrra þegar hún var 1,56 börn á konu. „Ég eiginlega trúi því ekki að þeir sem semja lögin átti sig á því að þetta sé framkvæmdin á þeim. Að þetta sé svona flókið. Að fólk þurfi hreinlega að setjast niður og skipuleggja sitt líf eftir því hvenær þau eiga rétt á að eignast börn samkvæmt kerfinu. Mér finnst þetta mjög sorglegt. Maður bíður bara eftir því að ríkið fari að niðurgreiða frjósemisaðgerðir í staðinn fyrir að byrja á því að laga þetta.“ „Ég held að stærsti gallinn sé að fólk getur auðveldlega misst réttinn til orlofs sé það ekki að vinna þarna sex mánuð samfleytt fyrir fæðingardag og eins með að tekjurnar fari svona langt aftur í tímann. Það eru mörg heimili þar sem hinn aðilinn á ekki rétt á orlofsgreiðslum samkvæmt væntum töpuðum tekjum. Við þurfum að bíða svo rosalega lengi eftir því að eiga rétt á orlofi samkvæmt launum,“ segir hún og heldur áfram: „Við erum í rauninni að hvetja fólk til að eignast börn seint og síðan sjaldan. Ef þú eignast eitt barn þá þarftu að bíða eftir því að þú sért búin að vinna í eitt og hálft ár á vinnumarkaði svo þú sért með réttar orlofsgreiðslur fyrir seinna barnið. Fólk sem á börn með stuttu millibili fær alltaf lægri og lægri greiðslur með hverju barninu. Það þarf bara að leiðrétta þetta.“ Hún segir þetta hafa haft áhrif hvernig hún sér fyrir sér barnseignir í framtíðinni. „Ég er á sjötta ári í læknisfræði í Danmörku. Ef ég vil eignast barn beint eftir nám þá myndi ég eiga rétt á lágmarksgreiðslu fæðingarorlofs. Ef ég myndi bíða í eitt og hálft ár þá myndi ég fá fjórum milljónum hærra í orlofsgreiðslur. Nú er ég bara að meta. Vill maður haga lífi sínu eftir einhverjum peningum eða ætla ég að eignast barn þegar að mig langar það.“ Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Skoðanagrein sem birtist á Vísi í gær hefur vakið þó nokkra athygli en þar er fæðingarolofskerfið gagnrýnt harðlega. Þar ber Guðfinna Kristín Björnsdóttir ýmis atriði saman við fyrirkomulagið á hinum Norðurlöndunum. „Íslenskt hugvit og nýsköpun hafa skilað af sér kerfi, ólíkt öðrum kerfum nágrannaþjóða okkar, þar sem verðandi foreldrar eiga milljónir undir þeirri list að koma börnum sínum í heiminn á hárréttum tíma - með tilliti til starfsaldurs, menntunarstigs og útskriftardags,“ skrifar Guðfinna í grein sinni. Hún segir í samtali við fréttastofu að kerfið hafi komið henni verulega á óvart þegar hún fór að skoða það gaumgæfulega. „Ég hugsaði, það getur ekki verið að þetta virki svona en síðan bara virkar þetta þannig. Þetta er alveg meingallað kerfi og ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma.“ Núverandi fæðingaorlofsréttur á Íslandi eru tólf mánuðir samtals og geta foreldrar skipt sex vikum á milli sín. Guðfinna kallar eftir auknu frelsi á þessu sviði. Á Norðurlöndunum er orlofsskylda föður til að mynda aðeins þrír mánuðir. „En við erum hérna með 4,5 mánuði og það liggur fyrir að fjörtíu prósent feðra eru ekki að nýta þessar vikur þó að barnið sé ekki að komast inn á leikskóla fyrr en eftir eitt og hálft ár. Það liggur fyrir að þessi skyldutaka föðurins er að valda því að konurnar eru lengur heima launalausar.“ Gagnrýnin á Kvenréttindafélag Íslands Þingsályktunartillaga frá Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum kallar eftir sveigjanlegri tilhögun á fæðingarorlofi. Kvenréttindafélag Ísland leggst alfarið gegn tillögunni í umsögn við tillöguna. „Ég veit ekki hvernig þau skilgreina kvenréttindi en ég mundi halda að kvenréttindi ætti að vera réttur kvenna til vals og ég held að Kvenréttindafélag Íslands ætti jafn mikið að berjast fyrir þeim konum sem vilja vera heima með sínum börnum og öðrum. Það á ekki að vera skylda konur út á vinnumarkað frekar en þær vilja það.“ Þá gagnrýnir hún að foreldrar þurfa að hafa unnið samfleytt í sex mánuði fyrir fæðingardag barns til að eiga rétt á orlofsgreiðslum miðað við ætlaðar tapaðar tekjur „Þetta er séríslensk regla. Að þú þurfir að vinna samfleytt í sex mánuði, ekki áður en þú byrjar að taka orlofið heldur fyrir fæðingardaginn. Það getur oft komið í ljós seinna. Þú átt ekki rétt á orlofi. Þú skiptir um vinnu: Þarna voru þrír dagar þar sem þú varst ekki á vinnumarkaði. Það er ótrúlega létt að falla á milli í kerfinu okkar. Þetta er ekki svona á hinum Norðurlöndunum.“ Ef miðað er við tekjur er miðað við laun á árs tímabili sem endar sex mánuðum fyrir fæðingu. „Maður hefur heyrt frá vinkonum sínum. Já ég ætla að bíða í eitt og hálft ár. Þegar ég er búin að bíða í eitt og hálft ár þá get ég eignast barn. Það er bara staðan. Ef þú villt fá orlof eftir launum þá þarftu að vinna í eitt og hálft ár eftir nám.“ Öðruvísi á hinum Norðurlöndunum Hún upplifi kerfið þannig að það sé allt gert svo fólk eigi erfitt með að fá sem mest úr orlofinu. „Laun foreldra sem fara í orlof reiknast út frá tekjum einu og hálfu til hálfu ári fyrir fæðingardag. Á hinum Norðurlöndunum þá er þetta einn til þrír mánuðir fyrir orlofstöku. Pabbi í Noregi sem fer í orlof með ársgamalt barnið sitt. Hann fær orlof eftir væntum töpuðum tekjum þrjá mánuði fyrir orlof sem sumir myndu segja að væri rökréttara. Á meðan þarf íslenskur pabbi að fara í orlof sem miðast við tekjur sem hann fékk fyrir tveimur og hálfu til einu og hálfu ári síðan. Þetta er gallað. Maður trúir ekki að það sé enginn búinn að leiðrétta þetta.“ „Hvetja fólk til að eignast börn seint og síðan sjaldan“ Fæðingartíðni hér á landi hefur farið lækkandi og hefur aldrei mælst lægri en í fyrra þegar hún var 1,56 börn á konu. „Ég eiginlega trúi því ekki að þeir sem semja lögin átti sig á því að þetta sé framkvæmdin á þeim. Að þetta sé svona flókið. Að fólk þurfi hreinlega að setjast niður og skipuleggja sitt líf eftir því hvenær þau eiga rétt á að eignast börn samkvæmt kerfinu. Mér finnst þetta mjög sorglegt. Maður bíður bara eftir því að ríkið fari að niðurgreiða frjósemisaðgerðir í staðinn fyrir að byrja á því að laga þetta.“ „Ég held að stærsti gallinn sé að fólk getur auðveldlega misst réttinn til orlofs sé það ekki að vinna þarna sex mánuð samfleytt fyrir fæðingardag og eins með að tekjurnar fari svona langt aftur í tímann. Það eru mörg heimili þar sem hinn aðilinn á ekki rétt á orlofsgreiðslum samkvæmt væntum töpuðum tekjum. Við þurfum að bíða svo rosalega lengi eftir því að eiga rétt á orlofi samkvæmt launum,“ segir hún og heldur áfram: „Við erum í rauninni að hvetja fólk til að eignast börn seint og síðan sjaldan. Ef þú eignast eitt barn þá þarftu að bíða eftir því að þú sért búin að vinna í eitt og hálft ár á vinnumarkaði svo þú sért með réttar orlofsgreiðslur fyrir seinna barnið. Fólk sem á börn með stuttu millibili fær alltaf lægri og lægri greiðslur með hverju barninu. Það þarf bara að leiðrétta þetta.“ Hún segir þetta hafa haft áhrif hvernig hún sér fyrir sér barnseignir í framtíðinni. „Ég er á sjötta ári í læknisfræði í Danmörku. Ef ég vil eignast barn beint eftir nám þá myndi ég eiga rétt á lágmarksgreiðslu fæðingarorlofs. Ef ég myndi bíða í eitt og hálft ár þá myndi ég fá fjórum milljónum hærra í orlofsgreiðslur. Nú er ég bara að meta. Vill maður haga lífi sínu eftir einhverjum peningum eða ætla ég að eignast barn þegar að mig langar það.“
Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira