Sport

Biles verður með á morgun

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Í stúkunni í dag en keppir á morgun.
Í stúkunni í dag en keppir á morgun. vísir/Getty

Fimleikastjarnan Simone Biles mun taka þátt í úrslitum í keppni á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Biles, ein skærasta stjarna fimleikasögunnar, hefur ekki tekið þátt í mörgum greinum á leikunum þar sem henni hefur ekki liðið vel og sagði frá því að hún þyrfti að huga að andlegri heilsu sinni.

Bandaríska fimleikasambandið staðfesti í morgun að Biles myndi taka þátt í keppni á jafnvægisslá sem fram fer á morgun.

Biles vann til fjögurra gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2018.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.