Sport

Fyrsta tennisgullið til Þýskalands síðan 1988

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alexander Zverev
Alexander Zverev vísir/Getty

Þýski tenniskappinn Alexander Zverev tryggði sér gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.

Þýski tenniskappinn Alexander Zverev tryggði sér gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.

Zverev lagði hinn rússneska Kar­en Khachanov að velli nokkuð örugglega.

Fyrra settið fór 6-3 fyrir Þjóðverjanum og það síðara 6-1 en Zverev er númer fimm á heimslistanum og lagði Novak Djokovic í undanúrslitum.

Er þetta fyrsti sigur Þjóðverja í tennis á Ólympíuleikum síðan Steffi Graf vann í Seoul 1988.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.