Sport

Biles dregur sig úr keppni morgundagsins

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Simone Biles
Simone Biles vísir/getty

Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur dregið sig úr keppni í stökki og á tvíslá á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Þetta kom fram í tilkynningu frá bandaríska ólympíusambandinu nú í morgun en greinarnar sem um ræðir fara fram í fyrramálið. 

Biles, sem er ein skærasta fimleikastjarna sögunnar, hafði áður dregið sig úr keppni í fjölþraut og liðakeppni. Ástæðan sú að hún treysti sér ekki til að keppa vegna andlegrar líðan sinnar.

Ekki er útilokað að Biles muni taka frekari þátt á leikunum en hún gæti tekið þátt í gólfæfingum á mánudag og keppni á jafnvægisslá á þriðjudag.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.