Sport

Allir Íslendingarnir komust í gegnum niðurskurðinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þuríður Erla fagnaði þrítugsafmælinu á heimsleikunum.
Þuríður Erla fagnaði þrítugsafmælinu á heimsleikunum. vísir/vilhelm

Ísland á fjóra keppendur í fullorðinsflokki á heimsleikunum í Crossfit í ár.

Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki og í kvennaflokki keppa þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir og áttu þau öll ágætu gengi að fagna á öðrum keppnisdegi sem kláraðist skömmu eftir miðnætti í nótt.

Björgvin Karl er efstur af íslensku keppendunum en hann er í 6.sæti í karlaflokki eftir níu greinar, 124 stigum á eftir Bandaríkjamanninum Justin Meideros sem trónir á toppnum.

Anníe Mist er efst íslensku kvennanna, situr í áttunda sæti með 626 stig en Tia-Clair Toomey hefur góða forystu á toppnum og er með 138 stiga forystu á Lauru Horvath sem er í 2.sæti.

Katrín Tanja er í 12.sæti en Þuríður Erla átti afar góðan dag í gær og náði að klifra upp í 16.sæti en eftir daginn var keppendum fækkað þannig að aðeins halda 20 keppendur áfram á þriðja keppnisdegi.

Tvær greinar eru á dagskrá seinni partinn í dag og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á Vísi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.