Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Dæmi eru um að Covid-sjúklingar hafi neyðst til þess að sofa í bílum sínum undanfarna daga vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Farsóttarhús í Reykjavík eru yfirfull og reynt er að mæta stöðunni með því að stytta einangrunartíma bólusettra covid-sjúklinga í tíu daga. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá hefur fjórða bylgjan haft áhrif á ferðaplön Íslendinga. Margir hafa sett sig í samband við Neytendasamtökin vegna breytinga eða afpöntunar utanlandsferða. Í fréttatímanum verðum við í beinni útsendingu á þjóðveginum enda ljóst að Íslendingar eru á faraldsfæti þessa helgina þótt þeir vilji fresta utanlandsferðum. Við tökum stöðuna á Selfossi þar sem hefur verið mikil umferð í dag og síðustu daga.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um ný lög í Noregi sem skylda áhrifavalda að merkja myndir sem búið er að eiga við. Íslenskur áhrifavaldur er ekki spenntur fyrir slíkri löggjöf hér á landi og vill fremur að áhersla sé lögð á fræðslu um líkamsvirðingu.

Þetta og meira til í föstudagsfréttapakka Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×