Bassaleikari ZZ Top er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2021 21:23 Dusty Hill er vinstra megin við hlið Billy Gibbons. Útilit tríósins hefur um árabil verið mjög einkennandi. AP/Johnathan Short Dusty Hill, bassaleikari hljómsveitarinnar víðfrægu ZZ Top er dáinn. Hann var 72 ára gamall og lést í svefni á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum. Samstarfsmenn Hill, þeir Frank Beard, trommari, og Billy Gibbons, sem spilar á gítar, tilkynntu andlát bassaleikarans á Facebooksíðu tríósins í kvöld. Þeir sögðu ekki hver dánarorsök Hill væri. Í færslunni segja þeir Beard og Gibbons að þeir, ásamt aragrúa aðdáenda ZZ Top um heiminn allan, muni sakna Hill sárt. AP fréttaveitan segir frá því að í síðustu viku hafi hljómsveitin tilkynnt að Hill þyrfti frá að hverfa um stund vegna mjaðmavandræða. Þrímenningarnir stofnuðu ZZ Top í Houston árið 1969 og gáfu út sína fyrstu plötu árið 1970. Það var þó árið 1973 sem þeir gáfu út lagið La Grange, sem fjallar um „Kjúklingabýlið“. Það var víðfrægt vændishús í Texas. Aðrir slagarar hljómsveitarinnar eru Tush, Sharp dressed man, Legs, Gimme all your lovin og Rough boy, svo einhverjir séu nefndir. Þeir voru svo vígðir í frægðarhöll rokksins árið 2004. Hér má sjá ZZ Top spila sérstaka útgáfu af La Grange í þætti Howard Stern árið 2013. Andlát Bandaríkin Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Samstarfsmenn Hill, þeir Frank Beard, trommari, og Billy Gibbons, sem spilar á gítar, tilkynntu andlát bassaleikarans á Facebooksíðu tríósins í kvöld. Þeir sögðu ekki hver dánarorsök Hill væri. Í færslunni segja þeir Beard og Gibbons að þeir, ásamt aragrúa aðdáenda ZZ Top um heiminn allan, muni sakna Hill sárt. AP fréttaveitan segir frá því að í síðustu viku hafi hljómsveitin tilkynnt að Hill þyrfti frá að hverfa um stund vegna mjaðmavandræða. Þrímenningarnir stofnuðu ZZ Top í Houston árið 1969 og gáfu út sína fyrstu plötu árið 1970. Það var þó árið 1973 sem þeir gáfu út lagið La Grange, sem fjallar um „Kjúklingabýlið“. Það var víðfrægt vændishús í Texas. Aðrir slagarar hljómsveitarinnar eru Tush, Sharp dressed man, Legs, Gimme all your lovin og Rough boy, svo einhverjir séu nefndir. Þeir voru svo vígðir í frægðarhöll rokksins árið 2004. Hér má sjá ZZ Top spila sérstaka útgáfu af La Grange í þætti Howard Stern árið 2013.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira