Bíó og sjónvarp

Kindar­­legt barn í fyrstu stiklu Dýrsins

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Skjáskot úr stiklunni. Er það barn eða lamb?
Skjáskot úr stiklunni. Er það barn eða lamb? skjáskot/A24

Fyrsta stikla Dýrsins, kvik­myndar Valdimars Jóhanns­sonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ó­freskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi.

Kvik­mynda­fyrir­tækið A24 gefur myndina út og er hún fyrsta ís­lenska myndin sem stór­fyrir­tækið gefur út.

Myndin var frum­sýnd á Un Certain Regard fyrr í þessum mánuði, sem er hluti kvik­mynda­há­tíðarinnar Cannes. Hún hefur hlotið á­gætis­við­tökur þar og hlaut meðal annars verðlaun fyrir frumlegheit á hátíðinni.

Dýrið verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í október.

Hér má sjá stikluna í heild sinni:

Klippa: Dýrið - sýnishorn

Myndin heitir Lamb á ensku og fjallar um barn­lausu sauð­fjár­bændurna Maríu og Ingvar sem búa í af­skekktum dal. Líf þeirra breytist svo þegar kind á bæ þeirra eignast hálf­gerða ó­freskju, sem virðist af stiklunni vera hálft barn og hálft lamb.

Þau á­kveða að ala það upp sem sitt eigið af­kvæmi en sú á­kvörðun virðist koma þeim í koll.

Valdimar Jóhannsson leikstýrir myndinni en sænska leikkonan Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason fara með hlutverk bændahjónanna.

Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson leika einnig í myndinni.


Tengdar fréttir

Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes

Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB.

Dýrið hlaut verð­laun í Cannes

Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×