Sport

Anton Sveinn og Snæ­fríður Sól báru ís­lenska fánann inn á Ólympíu­leik­vanginn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Snæfríður Sól og Anton Sveinn bera fána Íslands inn á Ólympíuleikvanginn með íslenska hópinn í bakgrunn.
Snæfríður Sól og Anton Sveinn bera fána Íslands inn á Ólympíuleikvanginn með íslenska hópinn í bakgrunn. EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Sundfólkið Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir voru fánaberar Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó sem hófst klukkan 11.00 í dag.

Ísland var fyrst allra inn á leikvanginn - það er á eftir Grikklandi og flóttamannaliði Ólympíunefndarinnar. Ástæða þess að íslenski hópurinn var fyrstur inn er sú að á japönsku er Ísland skrifað アイスランド sem á latnesku letri skrifast sem Aisurando.

Íslenski hópurinn var vissulega þriðji hópurinn inn á leikana. En þar sem Grikkland er alltaf fyrst inn á opnunarhátíðinni vegna stöðu sinnar í sögu leikanna og flóttamannalið Ólympíunefndarinnar kom þar á eftir til að vekja athygli á þeim málaflokki.

Ísland á fjóra keppendur á Ólympíuleikunum; Snæfríði, Anton Svein, kringlukastarann Guðna Val Guðnason og skotmanninn Ásgeir Sigurgeirsson.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af íslenska hópnum á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó.

Mynd 1.Matthias Hangst/Getty Images
Mynd 2.Jamie Squire/Getty Images
Mynd 3.Clive Brunskill/Getty Images

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.