Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 10:48 Minnst níu læknar hafa verið handteknir í Mjanmar. EPA-EFE/NYUNT WIN Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. Herinn framdi valdarán þann 1. febrúar síðastliðinn og hefur ófremdarástand ríkt í landinu síðan þá. Stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar stjórnar landsins hafa mótmælt svo mánuðum skiptir og hefur það ekki bætt ástandið sem ríkir vegna faraldursins. Lýðræðissinnar segja læknana sem voru handteknir hafa starfað náið með lýðræðishreyfingunni og verið í framlínu lýðræðissinna. Meira en sex þúsund greindust smitaðir af Covid-19 í gær og 286 dóu vegna Covid-19 í gær svo vitað sé. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir eða dáið af völdum veirunnar á einum degi og líkbrennsluhús hafa ekki undan. Ástandið innan heilbrigðiskerfisins hefur aldrei verið verra og koma covid-sjúklingar víða að lokuðum dyrum vegna fjölda sjúklinga. Þá vilja sumir ekki leita á sjúkrahús vegna viðveru hersins. Því hafa lýðræðissinnaðir læknar boðið upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, bæði símatíma og heimsóknir. Samkvæmt læknum í Mjanmar og forkólfum lýðræðissinna hafa níu slíkra lækna verið handteknir af hernum í tveimur stærstu borgum Mjanmar, Yangon og Mandalay. Mjanmar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58 Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21. maí 2021 11:15 Hundrað dagar frá valdaráninu í Mjanmar Hundrað dagar eru liðnir frá því her Mjanmar tók þar völd. Það var gert á grundvelli grunsamlegra ásakana um kosningasvindl og var Aung San Suu Kyi, leiðtoga ríkisins komið frá völdum. Síðan þá hefur mikil óreiða og hundruð almennra borgara liggja í valnum. 11. maí 2021 14:02 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Herinn framdi valdarán þann 1. febrúar síðastliðinn og hefur ófremdarástand ríkt í landinu síðan þá. Stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar stjórnar landsins hafa mótmælt svo mánuðum skiptir og hefur það ekki bætt ástandið sem ríkir vegna faraldursins. Lýðræðissinnar segja læknana sem voru handteknir hafa starfað náið með lýðræðishreyfingunni og verið í framlínu lýðræðissinna. Meira en sex þúsund greindust smitaðir af Covid-19 í gær og 286 dóu vegna Covid-19 í gær svo vitað sé. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir eða dáið af völdum veirunnar á einum degi og líkbrennsluhús hafa ekki undan. Ástandið innan heilbrigðiskerfisins hefur aldrei verið verra og koma covid-sjúklingar víða að lokuðum dyrum vegna fjölda sjúklinga. Þá vilja sumir ekki leita á sjúkrahús vegna viðveru hersins. Því hafa lýðræðissinnaðir læknar boðið upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, bæði símatíma og heimsóknir. Samkvæmt læknum í Mjanmar og forkólfum lýðræðissinna hafa níu slíkra lækna verið handteknir af hernum í tveimur stærstu borgum Mjanmar, Yangon og Mandalay.
Mjanmar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58 Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21. maí 2021 11:15 Hundrað dagar frá valdaráninu í Mjanmar Hundrað dagar eru liðnir frá því her Mjanmar tók þar völd. Það var gert á grundvelli grunsamlegra ásakana um kosningasvindl og var Aung San Suu Kyi, leiðtoga ríkisins komið frá völdum. Síðan þá hefur mikil óreiða og hundruð almennra borgara liggja í valnum. 11. maí 2021 14:02 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58
Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21. maí 2021 11:15
Hundrað dagar frá valdaráninu í Mjanmar Hundrað dagar eru liðnir frá því her Mjanmar tók þar völd. Það var gert á grundvelli grunsamlegra ásakana um kosningasvindl og var Aung San Suu Kyi, leiðtoga ríkisins komið frá völdum. Síðan þá hefur mikil óreiða og hundruð almennra borgara liggja í valnum. 11. maí 2021 14:02