Búinn að fá sig fullsaddan af stælunum í Conor: „Þetta var dýrsleg hegðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2021 14:16 Conor McGregor er ekki allra en á dygga stuðningsmenn. getty/Louis Grasse Stælarnir í Conor McGregor fyrir bardagann gegn Dustin Poirier fóru í taugarnar á mörgum, meðal annars þjálfaranum Firas Zahabi sem skilur ekki hvernig fólk getur enn stutt við bakið á Íranum. Conor fótbrotnaði í fyrstu lotu í bardaganum gegn Poirier og þeim síðarnefnda var dæmdur sigur á tæknilegu rothöggi. Zahabi, sem þjálfar Georges St-Pierre og fleiri þekkta bardagakappa, segir að Conor hafi farið langt yfir strikið fyrir bardagann, meðal annars á blaðamannafundi þeirra Poiriers, og er búinn að fá sig fullsaddan af Íranum. „Ef Conor á einhvern sannan og traustan vin í heiminum þarf sá að ræða við hann undir fjögur augu og segja honum að hann hagi sér eins og heimskingi,“ sagði Zahabi. „Þú lætur sjálfan þig líta illa út. Hann er að niðurlægja okkur, fjölskyldu sína og vini. Þetta er bara vandræðalegt fyrir sannan bardagakappa að haga sér svona. Ef þetta væri einhver annar væru allir að tala um að henda honum burt úr UFC. En vegna þess að þetta er Conor McGregor er ekki hægt að segja það.“ Zahabi skilur ekki af hverju Conor nýtur enn jafn mikilla vinsælda og hann gerir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að vera aðdáandi hans. Ég ber virðingu fyrir honum sem bardagamanni og hæfileikum hans en hvernig hann hegðaði sér á blaðamannafundinum var hræðilegt,“ sagði Zahabi. „Sama hvað hefur gengið á getiði ekki hótað að drepa hvorn annan eða hóta börnum hvors annars og fleiri. Þetta var bara dýrsleg hegðun. Og það sem hann sagði um eiginkonu Poiriers, það var ógeðslegt. Hann er svo reiður og afbrýðisamur út í Poirier. Hann gerði allt til mógða hann og taka augnablikið af honum. Poirier sigraði hann, er betri bardagamaður en hann og verður minnst þannig.“ Búast má við því að Conor verði frá keppni í allt að ár vegna fótbrotsins. Írinn hefur tapað tveimur bardögum í röð og þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. MMA Tengdar fréttir Segir að Conor ætti að reka Kavanagh Michael Bisping leggur til að Conor McGregor skipti um þjálfara eftir tapið fyrir Dustin Poirier í UFC 264 um helgina. 15. júlí 2021 13:31 Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. 13. júlí 2021 08:31 Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. 12. júlí 2021 13:00 Brotinn ökkli og tap hjá McGregor Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu. 11. júlí 2021 11:00 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Sjá meira
Conor fótbrotnaði í fyrstu lotu í bardaganum gegn Poirier og þeim síðarnefnda var dæmdur sigur á tæknilegu rothöggi. Zahabi, sem þjálfar Georges St-Pierre og fleiri þekkta bardagakappa, segir að Conor hafi farið langt yfir strikið fyrir bardagann, meðal annars á blaðamannafundi þeirra Poiriers, og er búinn að fá sig fullsaddan af Íranum. „Ef Conor á einhvern sannan og traustan vin í heiminum þarf sá að ræða við hann undir fjögur augu og segja honum að hann hagi sér eins og heimskingi,“ sagði Zahabi. „Þú lætur sjálfan þig líta illa út. Hann er að niðurlægja okkur, fjölskyldu sína og vini. Þetta er bara vandræðalegt fyrir sannan bardagakappa að haga sér svona. Ef þetta væri einhver annar væru allir að tala um að henda honum burt úr UFC. En vegna þess að þetta er Conor McGregor er ekki hægt að segja það.“ Zahabi skilur ekki af hverju Conor nýtur enn jafn mikilla vinsælda og hann gerir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að vera aðdáandi hans. Ég ber virðingu fyrir honum sem bardagamanni og hæfileikum hans en hvernig hann hegðaði sér á blaðamannafundinum var hræðilegt,“ sagði Zahabi. „Sama hvað hefur gengið á getiði ekki hótað að drepa hvorn annan eða hóta börnum hvors annars og fleiri. Þetta var bara dýrsleg hegðun. Og það sem hann sagði um eiginkonu Poiriers, það var ógeðslegt. Hann er svo reiður og afbrýðisamur út í Poirier. Hann gerði allt til mógða hann og taka augnablikið af honum. Poirier sigraði hann, er betri bardagamaður en hann og verður minnst þannig.“ Búast má við því að Conor verði frá keppni í allt að ár vegna fótbrotsins. Írinn hefur tapað tveimur bardögum í röð og þremur af síðustu fjórum bardögum sínum.
MMA Tengdar fréttir Segir að Conor ætti að reka Kavanagh Michael Bisping leggur til að Conor McGregor skipti um þjálfara eftir tapið fyrir Dustin Poirier í UFC 264 um helgina. 15. júlí 2021 13:31 Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. 13. júlí 2021 08:31 Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. 12. júlí 2021 13:00 Brotinn ökkli og tap hjá McGregor Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu. 11. júlí 2021 11:00 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Sjá meira
Segir að Conor ætti að reka Kavanagh Michael Bisping leggur til að Conor McGregor skipti um þjálfara eftir tapið fyrir Dustin Poirier í UFC 264 um helgina. 15. júlí 2021 13:31
Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. 13. júlí 2021 08:31
Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. 12. júlí 2021 13:00
Brotinn ökkli og tap hjá McGregor Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu. 11. júlí 2021 11:00