Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Snorri Másson skrifar 13. júlí 2021 22:01 Haraldur Þorleifsson frumkvöðull notar peningana sína í alls konar samfélagsverkefni, hið nýjasta er að styðja þá sem Ingólfur Þórarinsson hyggst lögsækja. vísir/sigurjón Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. Lögmaður Ingólfs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur gefið það út að fimm aðilum hafa verið send kröfubréf vegna meintra ærumeiðinga í garð Ingós í fjölmiðlum. Þá hyggst hann kæra aðgerðahópinn Öfga fyrir birtingu nafnlausra frásagna meintra fórnarlamba Ingós. Áform Ingós um að lögsækja þennan hóp fólks hafa fallið í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum. Haraldur hefur nú stigið fram og boðið fram fjárhagsaðstoð. „Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín,“ segir Haraldur. Blaðamenn, áhrifavaldar og fólk sem sakaði Ingó um refsiverða háttsemi í athugasemdakerfum fjölmiðla er sagt vera á meðal þeirra sem eiga von á kröfubréfi frá lögmanninum. Nálgun Haralds er ekki óskyld því sem stundað hefur verið um árabil með svonefndum Málfrelsissjóði. Sá sjóður er rekinn á frjálsum framlögum en fé úr honum er veitt til þeirra sem þurfa að greiða sektir vegna ærumeiðinga í umræðu um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi. Haraldur virðist raunar sjálfur hafa lagt Málfrelsissjóð lið, ef marka má athugasemd hans við Facebook-færslu Hildar Lilliendahl Viggósdóttur í mars. Peningarnir fara í samfélagsverkefni Frá því að Haraldur seldi Twitter fyrirtæki sitt Ueno hefur hann verið við störf hjá samfélagsmiðlinum. Kaupverðið var verulegt en nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp. Það vakti athygli fjölmiðla þegar Haraldur greindi frá þeirri ákvörðun að greiða skattana af sölunni á Íslandi. Síðan hefur Haraldur vakið athygli fyrir að verja fénu í ýmis samfélagsverkefni, á borð við „Römpum upp Reykjavík.“ Það verkefni snýr að því að koma fyrir römpum á margvíslegum stöðum sem stuðla að bættu aðgengi fyrir fólk í hjólastól, en sjálfur notar Haraldur einn slíkan. Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín. https://t.co/DqwN8rIM6w— Halli (@iamharaldur) July 13, 2021 MeToo Kynferðisofbeldi Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. 10. mars 2021 16:28 Algjör óþarfi að torvelda líf hreyfihamlaðra með mannanna verkum „Það kemur mjög oft fyrir að einhver hittingur, mannfögnuður, athöfn, eða bara staður sem mig langar á er ekki aðgengilegur. Það er auðvitað sárt í hvert einasta skipti en það sem gerist yfir lengri tíma er að fólk einangrast. Það byrjar sjálft að velja sig út úr hlutum, jafnvel þó það sé kannski aðgengilegt, vegna þess að það verður svolítið félagsfælið og kvíðið yfir því að það komi upp einhver vandamál.“ 17. janúar 2021 21:01 Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Lögmaður Ingólfs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur gefið það út að fimm aðilum hafa verið send kröfubréf vegna meintra ærumeiðinga í garð Ingós í fjölmiðlum. Þá hyggst hann kæra aðgerðahópinn Öfga fyrir birtingu nafnlausra frásagna meintra fórnarlamba Ingós. Áform Ingós um að lögsækja þennan hóp fólks hafa fallið í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum. Haraldur hefur nú stigið fram og boðið fram fjárhagsaðstoð. „Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín,“ segir Haraldur. Blaðamenn, áhrifavaldar og fólk sem sakaði Ingó um refsiverða háttsemi í athugasemdakerfum fjölmiðla er sagt vera á meðal þeirra sem eiga von á kröfubréfi frá lögmanninum. Nálgun Haralds er ekki óskyld því sem stundað hefur verið um árabil með svonefndum Málfrelsissjóði. Sá sjóður er rekinn á frjálsum framlögum en fé úr honum er veitt til þeirra sem þurfa að greiða sektir vegna ærumeiðinga í umræðu um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi. Haraldur virðist raunar sjálfur hafa lagt Málfrelsissjóð lið, ef marka má athugasemd hans við Facebook-færslu Hildar Lilliendahl Viggósdóttur í mars. Peningarnir fara í samfélagsverkefni Frá því að Haraldur seldi Twitter fyrirtæki sitt Ueno hefur hann verið við störf hjá samfélagsmiðlinum. Kaupverðið var verulegt en nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp. Það vakti athygli fjölmiðla þegar Haraldur greindi frá þeirri ákvörðun að greiða skattana af sölunni á Íslandi. Síðan hefur Haraldur vakið athygli fyrir að verja fénu í ýmis samfélagsverkefni, á borð við „Römpum upp Reykjavík.“ Það verkefni snýr að því að koma fyrir römpum á margvíslegum stöðum sem stuðla að bættu aðgengi fyrir fólk í hjólastól, en sjálfur notar Haraldur einn slíkan. Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín. https://t.co/DqwN8rIM6w— Halli (@iamharaldur) July 13, 2021
MeToo Kynferðisofbeldi Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. 10. mars 2021 16:28 Algjör óþarfi að torvelda líf hreyfihamlaðra með mannanna verkum „Það kemur mjög oft fyrir að einhver hittingur, mannfögnuður, athöfn, eða bara staður sem mig langar á er ekki aðgengilegur. Það er auðvitað sárt í hvert einasta skipti en það sem gerist yfir lengri tíma er að fólk einangrast. Það byrjar sjálft að velja sig út úr hlutum, jafnvel þó það sé kannski aðgengilegt, vegna þess að það verður svolítið félagsfælið og kvíðið yfir því að það komi upp einhver vandamál.“ 17. janúar 2021 21:01 Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. 10. mars 2021 16:28
Algjör óþarfi að torvelda líf hreyfihamlaðra með mannanna verkum „Það kemur mjög oft fyrir að einhver hittingur, mannfögnuður, athöfn, eða bara staður sem mig langar á er ekki aðgengilegur. Það er auðvitað sárt í hvert einasta skipti en það sem gerist yfir lengri tíma er að fólk einangrast. Það byrjar sjálft að velja sig út úr hlutum, jafnvel þó það sé kannski aðgengilegt, vegna þess að það verður svolítið félagsfælið og kvíðið yfir því að það komi upp einhver vandamál.“ 17. janúar 2021 21:01
Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00