Þar segist hann stefna að því að opna kaffihús og lítið kvikmyndahús við Tryggvagötu með haustinu í einni af hans uppáhalds byggingum í Reykjavík.
I'm opening a coffee shop with a small movie theater!
— Halli (@iamharaldur) March 9, 2021
We got the ground floor of one of my favorite buildings in Reykjavik and if all goes as planned we ll be ready to open in the fall. pic.twitter.com/gMHxO3IbJh
Hinn vinsæli veitingastaður Icelandic Fish & Chips var lengi starfræktur í húsnæðinu en honum var lokað síðla árs 2019. Félagið Original Fish & Chips ehf. seldi eignina til Unnarstígs ehf. fyrir 135 milljónir króna í janúar samkvæmt þinglýstum kaupsamningi.
Jarðhæðin er 387 fermetrar að stærð og er fasteignamat hæðarinnar 159,5 milljónir króna. Haraldur bjó í San Francisco í fimm ár en flutti í fyrra aftur heim til Íslands með fjölskyldu sinni. Hann er nú eini starfsmaður Twitter á Íslandi.
Haraldur hefur í nógu að snúast þessa daganna en auk þess að stefna að kaffihúsarekstri kemur hann að stofnun Aðgengissjóðs Reykjavíkurborgar og verkefninu Römpum upp Reykjavík. Hyggst sjóðurinn setja upp hundrað rampa fyrir fólk á hjólastólum í miðborg Reykjavíkur á næstu misserum.
Mbl.is greindi frá því í janúar að félag Haraldar hafi fest kaup á glæsiíbúð Kalla í Pelsinum sem stendur við Tryggvagötu 18a. Það verður því stutt fyrir Harald að komast á kaffihúsið þegar að því kemur.


