Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júlí 2021 14:18 Þjóðhátíðarnefnd sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem tilkynnt var að Ingó myndi ekki annast brekkusönginn í ár eins og til stóð. vísir/vilhelm Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. Baldur segist vera afar ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar um að hætta við að fá Ingó veðurguð til að sjá um brekkusönginn eftir það sem Baldur kallar „nafnlausar upphrópanir á netinu sem taka fólk af lífi án dóms og laga“. Framkvæmdastjóri forvarnarhópsins Bleika Fílsins fagnar því að losna við mann með slík viðhorf úr gæslunni. „Ég er ekki sáttur við það að einhver hópur sem kallar sig Öfgafemínista geti komið með einhverjar nafnlausar ásakanir á hendur mönnum sem að mínu besta viti eru ekki þekktir fyrir ofbeldi,“ segir Baldur Már við Vísi og vísar þar til hópsins Öfga á TikTok, sem birti sögur fleiri en tuttugu kvenna, sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Í kjölfarið fóru fleiri og fleiri að greina frá sögum af Ingó á Twitter. Smá könnun: Hvenær heyrðuð þið fyrst að (ungar)stelpur þyrftu að passa sig á tilteknum ónefndum tónlistarmanni?Ég skal byrja: Árið 2008. Var í partýi og heyri stelpur tala saman um hann.— Sindri Þór (@sindri8me) July 4, 2021 Baldur segir þjóðhátíðarnefndina ekki hafa neitt fyrir sér í ákvörðun sinni annað en þessar nafnlausu sögur. „Við vitum ekkert hvað er á bak við þetta. Kannski er hann sekur en maður veit það ekki – getum við dæmt um það?“ Undarlegt viðhorf gæslumanns Í áraraðir hefur Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum verið gagnrýnd sem fyrirbæri vegna fjölda kynferðisbrota sem eru framin þar árlega. Árið 2017 voru tíu nauðgarnir tilkynntar til lögreglu eftir Þjóðhátíð og árið 2018 voru þær átta. Spurður hvort sér þyki það ekki sniðugt hjá nefndinni að bregðast við ásökunum af festu og trúa þolendum eftir mikla gagnrýni síðustu árin segir Baldur ekki telja svo vera. „Nei, mér finnst það ekki. Ekki miðað við að þeir hafa ekkert fyrir sér í þessari ákvörðun.“ Baldur tjáði þessi viðhorf sín upprunalega í umræðuhópi Vestmanneyinga á Facebook, Heimakletti. Færsla hans þar vekur misjöfn viðbrögð. Þar er viðhorf þeirra sem eru fegnir við að losna við mann með skoðanir eins og Baldur úr gæslunni afar áberandi og bregst kona nokkur, sem kveðst hafa verið í gæsluhópi hans við orðum hans: „Ég hef farið út sem hluti af þínum hóp Baldur, og eftir þessi skrif held ég að Eyjamenn séu betur settir en ekki að þú sleppir því að mæta með þinn hóp. Ef þetta er viðhorfið gegn þolendum ofbeldis þá ert þú ekki maðurinn til að sinna gæslustörfum í dalnum,“ skrifar hún. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins. Þetta tekur Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri forvarnarhópsins Bleika fílsins í Vestmannaeyjum, undir í samtali við Vísi. „Já, auðvitað eiga svona viðhorf ekki að viðgangast hjá gæslumönnum,“ segir hún. Sjálfum finnst Baldri grundvallarmunur á þessu tvennu. Hann segir aðstæður allt aðrar á Þjóðhátíð og að sjálfsögðu tæki hann mark á konu sem kæmi að honum til að tilkynna um kynferðisofbeldi á hátíðinni, það væri til dæmis gert undir nafni. Hann segist hafa lent í þeirri stöðu áður á hátíðinni og brugðist við með viðeigandi hætti. Skref í rétta átt Jóhann Ýr gefur ekki mikið fyrir skoðanir Baldurs á málinu í heild sinni og telur þjóðhátíðarnefnd hér vera að taka stórt skref í rétta átt. „Þó þetta hafi verið stutt og snaggaraleg yfirlýsing hjá þeim þá er þetta af hinu góða og við fögnum þessu,“ segir hún. „Auðvitað verðum við að trúa þolendum og ég get ekki skilið hvernig einhver trúir frekar einum manni heldur en stórum hóp af ungum stúlkum. Svo vænir fólk þær um lygar en hamrar á sama tíma á því að allir séu saklausir uns sekt þeirra er sönnuð.“ Hún segist ekki hafa orðið vör við að viðhorf Baldurs til málsins sé útbreitt meðal fólks og segir umræðuna komna mun lengra en fyrir örfáum árum. Fólk sé farið að átta sig á því að ákveðnir hlutir séu ekki í lagi og þeim verði ekki leyft að viðgangast lengur. Engar kvartanir til nefndarinnar Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, vildi ekkert tjá sig frekar um ákvörðun nefndarinnar þegar Vísir leitaðist eftir því í dag. Hann segist þó ekki hafa orðið var við neikvæð viðbrögð fólks við henni og segir að sér hafi ekki borist neinar kvartanir eða athugasemdir við hana frá starfsfólki, eins og Baldri. Safnar undirskriftum til að mótmæla Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. „Í gær tilkynnti þjóðhátíðarnefnd að Ingólfur Þórarinsson kæmi ekki fram á Þjóðhátíð í ár. Með fylgdi texti um að þessi ákvörðun nefndarinnar svaraði fyrir sig sjálf og yrði ekki rædd frekar af hennar hálfu. Ekkert nýtt hafði komið fram í umræðunni um málið milli þess að Ingó var tilkynntur til leiks þar til að nefndin bognaði og tilkynnti um afbókun listamannsins,“ segir Tryggvi. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri. „Engin meint fórnarlömb hafa stigið fram. Meira að segja öfgahópurinn segist ekki hafa nafngreint neinn. Hvorki meinta þolendur né meintan geranda. Kjarni málsins er þessi: Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi af hálfu lögreglunnar.“ Hann segir mikilvægt að landsmenn aðstoði þjóðhátíðarnefnd ÍBV að endurskoða þá ákvörðun um að afbóka Ingó á Þjóðhátíð. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 114 manns skrifað undir listann. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar MeToo Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Fimm ára fangelsi fyrir nauðgun á Þjóðhátíð Birkir Árnason hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á útisalerni á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu verslunarmannahelgi. Þetta er sama niðurstaða og Héraðsdómur Suðurlands hafði áður komist að. 16. febrúar 2012 16:39 Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Baldur segist vera afar ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar um að hætta við að fá Ingó veðurguð til að sjá um brekkusönginn eftir það sem Baldur kallar „nafnlausar upphrópanir á netinu sem taka fólk af lífi án dóms og laga“. Framkvæmdastjóri forvarnarhópsins Bleika Fílsins fagnar því að losna við mann með slík viðhorf úr gæslunni. „Ég er ekki sáttur við það að einhver hópur sem kallar sig Öfgafemínista geti komið með einhverjar nafnlausar ásakanir á hendur mönnum sem að mínu besta viti eru ekki þekktir fyrir ofbeldi,“ segir Baldur Már við Vísi og vísar þar til hópsins Öfga á TikTok, sem birti sögur fleiri en tuttugu kvenna, sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Í kjölfarið fóru fleiri og fleiri að greina frá sögum af Ingó á Twitter. Smá könnun: Hvenær heyrðuð þið fyrst að (ungar)stelpur þyrftu að passa sig á tilteknum ónefndum tónlistarmanni?Ég skal byrja: Árið 2008. Var í partýi og heyri stelpur tala saman um hann.— Sindri Þór (@sindri8me) July 4, 2021 Baldur segir þjóðhátíðarnefndina ekki hafa neitt fyrir sér í ákvörðun sinni annað en þessar nafnlausu sögur. „Við vitum ekkert hvað er á bak við þetta. Kannski er hann sekur en maður veit það ekki – getum við dæmt um það?“ Undarlegt viðhorf gæslumanns Í áraraðir hefur Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum verið gagnrýnd sem fyrirbæri vegna fjölda kynferðisbrota sem eru framin þar árlega. Árið 2017 voru tíu nauðgarnir tilkynntar til lögreglu eftir Þjóðhátíð og árið 2018 voru þær átta. Spurður hvort sér þyki það ekki sniðugt hjá nefndinni að bregðast við ásökunum af festu og trúa þolendum eftir mikla gagnrýni síðustu árin segir Baldur ekki telja svo vera. „Nei, mér finnst það ekki. Ekki miðað við að þeir hafa ekkert fyrir sér í þessari ákvörðun.“ Baldur tjáði þessi viðhorf sín upprunalega í umræðuhópi Vestmanneyinga á Facebook, Heimakletti. Færsla hans þar vekur misjöfn viðbrögð. Þar er viðhorf þeirra sem eru fegnir við að losna við mann með skoðanir eins og Baldur úr gæslunni afar áberandi og bregst kona nokkur, sem kveðst hafa verið í gæsluhópi hans við orðum hans: „Ég hef farið út sem hluti af þínum hóp Baldur, og eftir þessi skrif held ég að Eyjamenn séu betur settir en ekki að þú sleppir því að mæta með þinn hóp. Ef þetta er viðhorfið gegn þolendum ofbeldis þá ert þú ekki maðurinn til að sinna gæslustörfum í dalnum,“ skrifar hún. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins. Þetta tekur Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri forvarnarhópsins Bleika fílsins í Vestmannaeyjum, undir í samtali við Vísi. „Já, auðvitað eiga svona viðhorf ekki að viðgangast hjá gæslumönnum,“ segir hún. Sjálfum finnst Baldri grundvallarmunur á þessu tvennu. Hann segir aðstæður allt aðrar á Þjóðhátíð og að sjálfsögðu tæki hann mark á konu sem kæmi að honum til að tilkynna um kynferðisofbeldi á hátíðinni, það væri til dæmis gert undir nafni. Hann segist hafa lent í þeirri stöðu áður á hátíðinni og brugðist við með viðeigandi hætti. Skref í rétta átt Jóhann Ýr gefur ekki mikið fyrir skoðanir Baldurs á málinu í heild sinni og telur þjóðhátíðarnefnd hér vera að taka stórt skref í rétta átt. „Þó þetta hafi verið stutt og snaggaraleg yfirlýsing hjá þeim þá er þetta af hinu góða og við fögnum þessu,“ segir hún. „Auðvitað verðum við að trúa þolendum og ég get ekki skilið hvernig einhver trúir frekar einum manni heldur en stórum hóp af ungum stúlkum. Svo vænir fólk þær um lygar en hamrar á sama tíma á því að allir séu saklausir uns sekt þeirra er sönnuð.“ Hún segist ekki hafa orðið vör við að viðhorf Baldurs til málsins sé útbreitt meðal fólks og segir umræðuna komna mun lengra en fyrir örfáum árum. Fólk sé farið að átta sig á því að ákveðnir hlutir séu ekki í lagi og þeim verði ekki leyft að viðgangast lengur. Engar kvartanir til nefndarinnar Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, vildi ekkert tjá sig frekar um ákvörðun nefndarinnar þegar Vísir leitaðist eftir því í dag. Hann segist þó ekki hafa orðið var við neikvæð viðbrögð fólks við henni og segir að sér hafi ekki borist neinar kvartanir eða athugasemdir við hana frá starfsfólki, eins og Baldri. Safnar undirskriftum til að mótmæla Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. „Í gær tilkynnti þjóðhátíðarnefnd að Ingólfur Þórarinsson kæmi ekki fram á Þjóðhátíð í ár. Með fylgdi texti um að þessi ákvörðun nefndarinnar svaraði fyrir sig sjálf og yrði ekki rædd frekar af hennar hálfu. Ekkert nýtt hafði komið fram í umræðunni um málið milli þess að Ingó var tilkynntur til leiks þar til að nefndin bognaði og tilkynnti um afbókun listamannsins,“ segir Tryggvi. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri. „Engin meint fórnarlömb hafa stigið fram. Meira að segja öfgahópurinn segist ekki hafa nafngreint neinn. Hvorki meinta þolendur né meintan geranda. Kjarni málsins er þessi: Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi af hálfu lögreglunnar.“ Hann segir mikilvægt að landsmenn aðstoði þjóðhátíðarnefnd ÍBV að endurskoða þá ákvörðun um að afbóka Ingó á Þjóðhátíð. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 114 manns skrifað undir listann.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar MeToo Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Fimm ára fangelsi fyrir nauðgun á Þjóðhátíð Birkir Árnason hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á útisalerni á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu verslunarmannahelgi. Þetta er sama niðurstaða og Héraðsdómur Suðurlands hafði áður komist að. 16. febrúar 2012 16:39 Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Fimm ára fangelsi fyrir nauðgun á Þjóðhátíð Birkir Árnason hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á útisalerni á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu verslunarmannahelgi. Þetta er sama niðurstaða og Héraðsdómur Suðurlands hafði áður komist að. 16. febrúar 2012 16:39
Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent