Innlent

Stefnir í fal­legan sumar­dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðurhorfur á landinu á hádegi í dag.
Veðurhorfur á landinu á hádegi í dag. Veðurstofa Íslands

Í dag stefnir í fallegan sumardag víða um land, bjart veður, hægan vind og hlýtt veður, einkum inn til landsins.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vefsíðu Veðurstofu Íslands í dag.

„Eins og vill oft gerast á sumrin er þokuslæðingur í morgunsárið og er hann að mestu bundinn við ströndina, en nær þó inn til landsins á suðurlandi. Þessi þoka ætti að mestu að bráðna í burtu þegar líður á morguninn og sólin kemst hærra á loft. Sú óvenjulega staða er uppi að hæstu hitatölur gætu mælst á hálendinu, en það verður dagurinn að leiða í ljós,“ segir þar.

Þá kemur einnig fram að á morgun sé útlit fyrir að þykkni upp um allt sunnanvert landið með smávegis vætu, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu, en að mestu verði þurrt fyrir norðan og áfram líkur á að þar sjáist til sólar.

„Þokan er heldur ekki langt undan, einkum við N- og A-ströndina.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag og mánudag:

Breytileg átt 3-8 m/s og væta af og til um landið sunnanvert, en skýjað með köflum fyrir norðan og líkur á stöku skúrum síðdegis. Víða þokuloft við ströndina, einkum austantil. Hiti 10 til 19 stig.

Á þriðjudag:

Norðlæg átt 3-8 og skýjað fyrir norðan, rigning um landið austanvert og léttir til syðra með stöku skúrum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast sunnantil.

Á miðvikudag:

Norðvestlæg átt og bjart með köflum, en lítilsháttar væta austast. Hiti 11 til 21 stig, hlýjast suðvestanlands.

Á fimmtudag:

Vestlæg átt, víða bjart og hiti 15 til 20 stig.

Á föstudag:

Útlit fyrir hæga breytilega átt, bjart með köflum og stöku síðdegisskúri. Áfram hlýtt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×