Lífið

BBQ kóngurinn: Flanksteik fyllt með rjómaosti og spínati

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
BBQ kóngurinn Alfreð Fannar heldur áfram að vinna með framreiðslu ódýrari vöðva í þáttunum BBQ kóngurinn og sýnir hvernig hann útbýr fyllta Flanksteik. 
BBQ kóngurinn Alfreð Fannar heldur áfram að vinna með framreiðslu ódýrari vöðva í þáttunum BBQ kóngurinn og sýnir hvernig hann útbýr fyllta Flanksteik.  Skjáskot

„Sjáiði hvað þetta er flott hjá mér? Það mætti halda að ég væri að gera eitthvað krem fyrir köku. Samt kann ég ekkert að baka, nema vandræði,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar þegar hann framreiðir fyllta Flanksteik í þættinum BBQ kóngurinn. 

Hér er hægt að nálgast klippu úr þættinum og fyrir neðan má sjá uppskriftina og aðferð.

Verði ykkur að góðu!

Klippa: BBQ kóngurinn - Flanksteik fyllt með rjómaosti og spínati

Flanksteik fyllt með rjómaosti og spínati

 • Uppskrift:
  • 1 kg flanksteik (hægt að panta hjá Kjötkompaníinu)
  • SPG-kryddblandan eða salt og pipar
  • 200 g rjómaostur
  • 100 g spínat
  • Grillpinnar eða kjötsnæri

Aðferð:

 1. Kyndið grillið í 150 gráður.
 2. Smyrjið rjómaosti á kjötið og setjið vel af spínati. Vefjið þétt upp í rúllu, stingið grillpinna eða bindið upp svo steikin haldist saman.
 3. Setjið olíu á kjötið og kryddið með SPG eða salti og pipar.
 4. Setjið kjötið á óbeinan hita þar til það nær 49 gráðum í kjarnhita.
 5. Kyndið grillið í botn og setjið á beinan hita. Brúnið þar til kjötið nær 54 gráðum í kjarnhita. Hvílið í tíu mínútur.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar girnilegar uppskriftir úr fyrri þáttum en fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+.

Úrbeinað fyllt lambalæri

Surf’n’turf


Tengdar fréttir

BBQ kóngurinn: Þríhyrningssteik með pico de gallo

„Ég er búinn að vera að vinna svolítið með ódýra vöðvar hérna heima og smakka þá alla. Rosalega gott kjöt ef maður sker það rétt. Þvert yfir vöðvaþræðina, þunnar sneiðar. Gott og bragðmikið!,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í þættinum BBQ kóngurinn á Stöð 2. 

BBQ kóngurinn: Spatchcock-kjúklingur með hvítri Alabama BBQ-sósu

Nú ættu flestir grillarar landsins að vera búnir að dusta rykið af grillspöðunum og koma sér í réttu stemninguna fyrir sumarið. Grillmeistarinn sjálfur, Alfreð Fannar Björnsson, sér til þess að enginn ætti að vera uppiskroppa með hugmyndir þegar kemur að því að undirbúa skemmtilegt grill matarboð. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.