Lífið

Solla og Elli selja drauma einbýlishús í Hafnarfirði

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Solla og Elli selja 219 m² einbýlishús með draumaútsýni í Hafnarfirði. 
Solla og Elli selja 219 m² einbýlishús með draumaútsýni í Hafnarfirði.  Samsett mynd

Athafnahjónin Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson, eða Solla og Elli eins og þau eru oftast kölluð, hafa sett einstakt einbýlishús sitt á sölu.

Húsið er 219 m² að stærð og staðsett í miðbæ Hafnarfjarðar. Hjónin hafa lagt mikla vinnu í húsið sem var byggt árið 2006 og er útkoman vægast sagt stórkostleg. 

Bílskúrsþakinu hefur verið breytt í nokkurs konar þakgarð með heitum potti, gufuhúsi og dásamlegri setuaðstöðu með útsýni út á sjó. 

Alls eru fjögur svefnherbergi í húsinu og tvö baðherbergi en ásett verð er 137 miljónir. 

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um húsið hér. 

Húsið er 219 m² og staðsett í hjarta Hafnarfjarðarbæjar. Fasteignaljósmyndun
Hátt er til lofts á efri hæð hússins og stórir gluggar gera rýmið mjög bjart og fallegt. Fasteignaljósmyndun
Viðar borðstofuhúsgögnin njóta sín eistaklega vel á móti gráum veggjum og steypuáferð í eldhúsinu. Fasteignaljósmyndun
Eldhúsið er að sjálfsögðu hjarta hússins á þessum bæ. Fasteignaljósmyndun
Einstaklega bjart og fallegt baðherbergi en baðherbergin í húsinu eru tvö. Fasteignaljósmyndun
Draumi líkast. Bílskúrsþakið var nýtt í að gera þakgarð með heitum potti og gufubaði. Fasteignaljósmyndun
Frá þakgarðinum er fallegt útsýni út á sjó og inn í gamla vesturbæ Hafnarfjarðar. Fasteignaljósmyndun
Það er ákveðin New York loft stemmning yfir þessu fallega einbýlishúsi. Fasteignaljósmyndun
Útsýni út á sjó frá þakgarðinum. Fasteignaljósmyndun
Alls fjögur svefnherbergi eru í húsinu.Fasteignaljósmyndun

Hér fyrir neðan má sjá klippu úr Ísland í dag þegar Vala Matt heimsótti Sollu á pallinn. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.