Sport

Fyrsta transkonan sem keppir á Ólympíuleikum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Laurel Hubbard brýtur blað í sögu Ólympíuleikanna.
Laurel Hubbard brýtur blað í sögu Ólympíuleikanna. getty/Scott Barbour

Laurel Hubbard verður fyrsta transkonan til að keppa á Ólympíuleikum eftir að hún var valin í Ólympíulið Nýja-Sjálands í ólympískum lyftingum.

Hubbard, sem er 43 ára, keppti áður í karlaflokki en fór í kynleiðréttingu 2013. Tveimur árum síðar var henni heimilt að keppa á Ólympíuleikum eftir að Alþjóðaólympíunefndin breytti reglum sínum.

Hubbard vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum 2017 og er í 17. sæti á heimslistanum.

„Ég er þakklát og auðmjúk vegna góðvildar og stuðningsins sem svo margir Ný-Sjálendingar hafa sýnt mér,“ sagði Hubbard í yfirlýsingu.

Vegna kórónuveirufaraldursins var inntökuskilyrðum í lyftingakeppninni á Ólympíuleikunum breytt. Keppendur þurftu aðeins að taka þátt í fjórum keppnum en ekki sex eins og áætlað var.

Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí og lýkur 8. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×