Tyrkir heim stigalausir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tyrkir í sárum.
Tyrkir í sárum. Naomi Baker/Getty Images

Tyrkland er úr leik á Evrópumótinu þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í síðustu umferð A-riðilsins.

Tyrkir töpuðu því öllum leikjum sínum í mótinu og skoruðu einungis eitt mark. Mikil vonbrigði fyrir þessa miklu fótboltaþjóð.

Haris Seferovic kom Sviss yfir á sjöttu minútu og Xherdan Shaqiri tvöfaldaði forystuna með frábæru skoti á 26. mínútu.

Irfan Kahveci minnkaði muninn eftir stundarfjórðug í síðari hálfleik en á 68. mínútu skoraði Shaqiri annað mark sitt og þriðja mark Sviss.

Sviss var nær því að bæta við fjórða marki sínu og skaut Granit Xhaka meðal annars í stöng en lokatölur 3-1.

Sviss endar því með fjögur stig í þriðja sætinu en Wales er í öðru sætinu, einnig með fjögur stig, en betri markahlutfall.

Sviss fer þó líklega áfram með einn besta árangurinn af liðunum í þriðja sætinu en Ítalía er á toppnum með níu stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.