Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Hjörvar Ólafsson skrifar 22. ágúst 2025 20:48 Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö marka Breiðabliks í leiknum. Vísir/Óskar Ófeigur Breiðablik vann afar sannfærandi 5-0 sigur þegar liðið fékk laskað lið Tindastóls í heimsókn á Kópavogsvöll í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Markaveislan hófst strax á fyrstu mínútu leiksins þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir koma Blikum yfir. Hrafnhildur Ása Halldórsóttir bætti svo öðru marki heimakvenna við áður en Berglind Björg bætti sínu öðru marki við og Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk. Stólar náðu að þétta raðir sínar undir lok fyrri hálfleiks og í seinni háflleik og fleiri urðu mörkin ekki. Niðurstaðan fimm marka sigur ríkjandi Íslands- og bikarmeistara og toppliðs deildarinnar. Berglind Björg er markahæst í deildinni en hún hefur nú skorað 14 mörk, fjórum mörkum meira en samherji hennar, Birta Georgsdóttir og Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA. Breiðablik tryggði sér bikarmeistaratitil eftir sigur gegn FH í framlengdum leik um síðustu helgi. Það er kúnst að koma sér niður á jörðina eftir sigur í bikarkeppni. Sömuleiðis fyrir sigurstranglegra lið að vanmeta ekki andstæðing þar sem lykilleikmenn vantar líkt og var uppi á teningnum hjá Tindastóli í kvöld. Leikmenn Blika skiluðu fagmannlegri frammistöðu í þessum leik en liðið hefur átta stiga forskot á FH á toppi deildarinnar eftir þennan sigur. FH á reyndar leik til góða á Breiðablik en FH-ingar mæta Þrótti sem er í þriðja sæti í næsta leik sínum. Tindastóll er hins vegar í sætinu fyrir ofan fallsvæði deildairnnar en liðið hefur einu stigi meira en Víkingur sem situr í fallsæti. Tindastóll hefur leikið einum leik færra en liðin í kringum sig. Tindastóll fær einmitt Víking í heimsókn á Sauðárkrók í mikilvægum fallbaráttuslag á fimmtudaginn í næstu viku. Nik Chamberlain þjálfari BreiðabliksPaweł/Vísir Nik Chamberlain: Orkumikil og góð frammistaða „Við byrjuðum leikinn sterkt og gerum út um hann á fyrstu mínútunum. Skorum fín mörk og skilum af okkur orkumikilli og góðri frammistöðu. Það er skiljanlegt við höfum ekki náð að halda upp tempóinu í seinni hálfleik og allt í góðu með það,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. „Heiða Ragney, Andrea Rut og Birta fengu kærkomna hvíld í þessum leik. Ég var ánægður með hvernig Edith kom inn í þennan leik og hún var óheppin að skora ekki. Svo komu ungir leikmenn vel inn í leikinn og stóðu sig vel. Það er mikilvægt fyrir Katherine að halda hreinu og hún varði nokkrum sinnum vel,“ sagði Nik enn fremur. „Heilt yfir var allt jávætt við leikinn í kvöld en það fór aðeins í taugarnar hvað gæðin minnkuðu mikið þegar líða tók á leikinn. Það eru leikmenn sem vilja spila meira í þessum leikmannahópi en þeir gera og þeir leikmenn sem eru í lykilhlutverkum þurfa að halda uppi standard allan leikinn,“ sagði þjálfarinn. „Það er jákvætt að við náðum að dreifa álaginu vel í þessum leik. Við erum nýkomin úr leik þar sem við spilum 120 mínútur og svo er Evrópukeppnin að byrja í næstu viku. Það er mikilvægt að hafa marga leikmenn sem eru klárir í slaginn í þeim verkefnum sem fram undan eru,“ sagði hann. Halldór Jón: Slakt taktískt upplegg hjá mér „Við vissum það fyrir þennan leik að þetta yrði erfitt. Við söknuðum sterkra leikmanna í þessum leik og vorum að spila við besta lið landsins. Byrjunin var erfið en við náðum að endurskipuleggja leik okkar og stöðva lekann,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls. „Taktíkin hjá mér í upphafi leiks gekk ekki upp en við náðum sem betur fer að stoppa í þau göt sem voru í leikskipulaginu og það er jákvætt. Við fengum svo á okkur tvö sprellimörk sem var svkekkjandi. Genevieve er góður markmaður sem gerði bara mistök í tveimur mörkum að þessu sinni,“ sagði Halldór Jón þar að auki. „Nú förum við að einbeita okkur að næstu tveimur leikjum sem eru gríðarlega mikilvægir í fallbaráttunni. Þar endurheimtum við lykilleikmenn sem voru ekki með í kvöld og það verður önnur holning á liðinu í þeim rimmum,“ sagði hann um framhaldið. „Við erum enn í stappi við Útlendingastofnun að freista þess að fá leikheimild fyrir þá leikmenn sem við ætluðum að fá í glugganum. Regluverkið í kringum atvinnuleyfið er meingallað sem og reglur KSÍ um félagaskipti erlendra leikmanna sem þurfa slíkt leyfi til þess að fá leikheimild. Við þurfum að endurskoða þann ramma sem er í kringum þessi mál fyrir næsta keppnistímabil,“ sagði Sauðkrækingurinn ósáttur. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari TindastólsVísir/HAG Atvik leiksins Blikar fengu tvö mörk á silfurfati en liðið fékk óþafa forgjöf frá Genevieve sem hefur átti betri leiki í marki Tindastóls. Genevieve sýndi þó andlegan styrk með því að láta þessi mistök ekki á sig fá og varði nokkrum sinnum meistaralega í seinni hálfleik og greip vel inní þess fyrir utan. Stjörnur og skúrkar Agla María og Berglind Björg léku á als oddi í fyrri hálfleik en Berglind Björg hefði hæglega getað fullkomnað þrennu sína. Edith Kristín Kristjánsdóttir var mikið í boltanum en hún fékk tækifæri í byrjunarliði Breiðabliks. Samantha Rose Smith gerði einkar vel í seinna marki Öglu Maríu. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Jovan Subic, Kári Mímisson, Sigurður Schram og Brynjar Þór Elvarsson áttu náðugt kvöld og skiluðu af sér góðu kvöldverki. Þeir félagar fá átta í einkunn fyrir sín fumlausu og röggsömu störf í þessum leik. Stemming og umgjörð Það voru rúmlega 120 manns sem lögðu leið sína í Kópavoginn í kvöld og skemmtu sér allir konunglega. Stuðningsmenn gestanna hvöttu sínar stelpur af ráð og dáð. Heimakonur fengu einnig fínan stuðning og hressleikin var í fyrirrúmi hjá þeim sem mættu á völlinn. Besta deild kvenna Breiðablik Tindastóll
Breiðablik vann afar sannfærandi 5-0 sigur þegar liðið fékk laskað lið Tindastóls í heimsókn á Kópavogsvöll í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Markaveislan hófst strax á fyrstu mínútu leiksins þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir koma Blikum yfir. Hrafnhildur Ása Halldórsóttir bætti svo öðru marki heimakvenna við áður en Berglind Björg bætti sínu öðru marki við og Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk. Stólar náðu að þétta raðir sínar undir lok fyrri hálfleiks og í seinni háflleik og fleiri urðu mörkin ekki. Niðurstaðan fimm marka sigur ríkjandi Íslands- og bikarmeistara og toppliðs deildarinnar. Berglind Björg er markahæst í deildinni en hún hefur nú skorað 14 mörk, fjórum mörkum meira en samherji hennar, Birta Georgsdóttir og Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA. Breiðablik tryggði sér bikarmeistaratitil eftir sigur gegn FH í framlengdum leik um síðustu helgi. Það er kúnst að koma sér niður á jörðina eftir sigur í bikarkeppni. Sömuleiðis fyrir sigurstranglegra lið að vanmeta ekki andstæðing þar sem lykilleikmenn vantar líkt og var uppi á teningnum hjá Tindastóli í kvöld. Leikmenn Blika skiluðu fagmannlegri frammistöðu í þessum leik en liðið hefur átta stiga forskot á FH á toppi deildarinnar eftir þennan sigur. FH á reyndar leik til góða á Breiðablik en FH-ingar mæta Þrótti sem er í þriðja sæti í næsta leik sínum. Tindastóll er hins vegar í sætinu fyrir ofan fallsvæði deildairnnar en liðið hefur einu stigi meira en Víkingur sem situr í fallsæti. Tindastóll hefur leikið einum leik færra en liðin í kringum sig. Tindastóll fær einmitt Víking í heimsókn á Sauðárkrók í mikilvægum fallbaráttuslag á fimmtudaginn í næstu viku. Nik Chamberlain þjálfari BreiðabliksPaweł/Vísir Nik Chamberlain: Orkumikil og góð frammistaða „Við byrjuðum leikinn sterkt og gerum út um hann á fyrstu mínútunum. Skorum fín mörk og skilum af okkur orkumikilli og góðri frammistöðu. Það er skiljanlegt við höfum ekki náð að halda upp tempóinu í seinni hálfleik og allt í góðu með það,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. „Heiða Ragney, Andrea Rut og Birta fengu kærkomna hvíld í þessum leik. Ég var ánægður með hvernig Edith kom inn í þennan leik og hún var óheppin að skora ekki. Svo komu ungir leikmenn vel inn í leikinn og stóðu sig vel. Það er mikilvægt fyrir Katherine að halda hreinu og hún varði nokkrum sinnum vel,“ sagði Nik enn fremur. „Heilt yfir var allt jávætt við leikinn í kvöld en það fór aðeins í taugarnar hvað gæðin minnkuðu mikið þegar líða tók á leikinn. Það eru leikmenn sem vilja spila meira í þessum leikmannahópi en þeir gera og þeir leikmenn sem eru í lykilhlutverkum þurfa að halda uppi standard allan leikinn,“ sagði þjálfarinn. „Það er jákvætt að við náðum að dreifa álaginu vel í þessum leik. Við erum nýkomin úr leik þar sem við spilum 120 mínútur og svo er Evrópukeppnin að byrja í næstu viku. Það er mikilvægt að hafa marga leikmenn sem eru klárir í slaginn í þeim verkefnum sem fram undan eru,“ sagði hann. Halldór Jón: Slakt taktískt upplegg hjá mér „Við vissum það fyrir þennan leik að þetta yrði erfitt. Við söknuðum sterkra leikmanna í þessum leik og vorum að spila við besta lið landsins. Byrjunin var erfið en við náðum að endurskipuleggja leik okkar og stöðva lekann,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls. „Taktíkin hjá mér í upphafi leiks gekk ekki upp en við náðum sem betur fer að stoppa í þau göt sem voru í leikskipulaginu og það er jákvætt. Við fengum svo á okkur tvö sprellimörk sem var svkekkjandi. Genevieve er góður markmaður sem gerði bara mistök í tveimur mörkum að þessu sinni,“ sagði Halldór Jón þar að auki. „Nú förum við að einbeita okkur að næstu tveimur leikjum sem eru gríðarlega mikilvægir í fallbaráttunni. Þar endurheimtum við lykilleikmenn sem voru ekki með í kvöld og það verður önnur holning á liðinu í þeim rimmum,“ sagði hann um framhaldið. „Við erum enn í stappi við Útlendingastofnun að freista þess að fá leikheimild fyrir þá leikmenn sem við ætluðum að fá í glugganum. Regluverkið í kringum atvinnuleyfið er meingallað sem og reglur KSÍ um félagaskipti erlendra leikmanna sem þurfa slíkt leyfi til þess að fá leikheimild. Við þurfum að endurskoða þann ramma sem er í kringum þessi mál fyrir næsta keppnistímabil,“ sagði Sauðkrækingurinn ósáttur. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari TindastólsVísir/HAG Atvik leiksins Blikar fengu tvö mörk á silfurfati en liðið fékk óþafa forgjöf frá Genevieve sem hefur átti betri leiki í marki Tindastóls. Genevieve sýndi þó andlegan styrk með því að láta þessi mistök ekki á sig fá og varði nokkrum sinnum meistaralega í seinni hálfleik og greip vel inní þess fyrir utan. Stjörnur og skúrkar Agla María og Berglind Björg léku á als oddi í fyrri hálfleik en Berglind Björg hefði hæglega getað fullkomnað þrennu sína. Edith Kristín Kristjánsdóttir var mikið í boltanum en hún fékk tækifæri í byrjunarliði Breiðabliks. Samantha Rose Smith gerði einkar vel í seinna marki Öglu Maríu. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Jovan Subic, Kári Mímisson, Sigurður Schram og Brynjar Þór Elvarsson áttu náðugt kvöld og skiluðu af sér góðu kvöldverki. Þeir félagar fá átta í einkunn fyrir sín fumlausu og röggsömu störf í þessum leik. Stemming og umgjörð Það voru rúmlega 120 manns sem lögðu leið sína í Kópavoginn í kvöld og skemmtu sér allir konunglega. Stuðningsmenn gestanna hvöttu sínar stelpur af ráð og dáð. Heimakonur fengu einnig fínan stuðning og hressleikin var í fyrirrúmi hjá þeim sem mættu á völlinn.