Sjálfsvígum kvenna fjölgaði mikið á Covid-árinu 2020 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2021 15:38 Síðastliðinn áratug (2011-2020) hafa að meðaltali 39 sjálfsvíg orðið árlega hér á landi en þegar litið er til einstakra ára hefur fjöldinn verið á bilinu 27 til 49. Vísir/Vilhelm Á síðasta ári sviptu 47 sig lífi á Ísland. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Landlæknisembættið birti í dag en að meðaltali á árunum 2011 til 2020 hafa orðið 39 sjálfsvíg hér á landi. Sjálfsvígin voru 15 á meðal kvenna og 32 á meðal karla í fyrra. Samanburður við fyrri ár sýnir að ekki varð breyting á meðal sjálfsvíga karla, þau voru jafnmörg. Sjálfsvíg kvenna voru hins vegar rúmlega tvöfalt fleiri í fyrra en árið 2019 þegar þau voru sjö. Landlæknisembættið segir að hafa þurfi í huga að þjóðin sé fámenn, sjálfsvíg fá og því geta sveiflur verið nokkrar. Aldrei hafa fleiri konur svipt sig lífi á einu ári á Íslandi miðað við tölur Landlæknis sem sjá má að neðan. Created with Highcharts 4.0.4Fjöldi sjálfsvíga eftir kyni23244228192026242230272936222635333036322932327788969910711710511141111425715KarlarKonur1998199920002001200220032004200520062007200820092010201120122013201420152016201720182019202036 „Reglulega hefur komið upp umræða á undanförnum misserum hvort tíðni sjálfsvíga hafi aukist í kórónuveirufaraldrinum. Eðlilegt er að áhyggjur vakni af andlegri heilsu þegar samfélagslegar hremmingar ganga yfir og vissulega var ýmislegt sem faraldrinum fylgdi sem gat haft neikvæð áhrif á andlega líðan,“ segir á vef Landslæknis. Sem dæmi megi nefna takmarkanir á samneyti milli fólks, atvinnumissi og áhyggjur af eigin heilsu og annarra. „Aftur á móti benda gögn einnig til þess að jákvæðar breytingar hafi orðið á öðrum áhrifaþáttum andlegrar heilsu, svo sem minni áfengisneyslu ásamt því sem hærra hlutfall fólks átti auðvelt með að ná endum saman.“ Nánar á vef Landlæknis. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Heilbrigðismál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Samanburður við fyrri ár sýnir að ekki varð breyting á meðal sjálfsvíga karla, þau voru jafnmörg. Sjálfsvíg kvenna voru hins vegar rúmlega tvöfalt fleiri í fyrra en árið 2019 þegar þau voru sjö. Landlæknisembættið segir að hafa þurfi í huga að þjóðin sé fámenn, sjálfsvíg fá og því geta sveiflur verið nokkrar. Aldrei hafa fleiri konur svipt sig lífi á einu ári á Íslandi miðað við tölur Landlæknis sem sjá má að neðan. Created with Highcharts 4.0.4Fjöldi sjálfsvíga eftir kyni23244228192026242230272936222635333036322932327788969910711710511141111425715KarlarKonur1998199920002001200220032004200520062007200820092010201120122013201420152016201720182019202036 „Reglulega hefur komið upp umræða á undanförnum misserum hvort tíðni sjálfsvíga hafi aukist í kórónuveirufaraldrinum. Eðlilegt er að áhyggjur vakni af andlegri heilsu þegar samfélagslegar hremmingar ganga yfir og vissulega var ýmislegt sem faraldrinum fylgdi sem gat haft neikvæð áhrif á andlega líðan,“ segir á vef Landslæknis. Sem dæmi megi nefna takmarkanir á samneyti milli fólks, atvinnumissi og áhyggjur af eigin heilsu og annarra. „Aftur á móti benda gögn einnig til þess að jákvæðar breytingar hafi orðið á öðrum áhrifaþáttum andlegrar heilsu, svo sem minni áfengisneyslu ásamt því sem hærra hlutfall fólks átti auðvelt með að ná endum saman.“ Nánar á vef Landlæknis. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Heilbrigðismál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira