Floni fjarlægir plötu með Auði Árni Sæberg skrifar 13. júní 2021 16:15 Auður og Floni á kynningarmynd fyrir plötuna Venus. Tónlistarmaðurinn Floni hefur tekið plötu sem hann vann í samstarfi við Auð út af Spotify aðgangi sínum. Í byrjun apríl síðastliðins gáfu tónlistarmennirnir Floni og Auður út stuttskífuna Venus. Nú hefur Floni tekið plötuna út af Spotify aðgangi sínum. Platan er þó enn aðgengileg á aðgangi Auðs. Lagið Týnd og einmana með þeim Flona og Auði enn í öðru sæti yfir vinsælustu lög Flona á Spotify. Ástæða þess að Floni fjarlægði plötuna hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum. Auður hefur undanfarið verið sakaður um kynferðisofbeldi af fjölda ungra kvenna. Auður gaf á dögunum út yfirlýsingu þar sem hann gengst við því að „hafa farið yfir mörk“ einnar konu árið 2019 en frábiður sér allar ásakanir um alvarlegt ofbeldi. Ásakanirnar hafa þegar haft margvíslegar afleiðingar á feril Auðs, hann hefur þurft að segja sig frá uppsetningu Þjóðleikhússins á Rómeó og Júlíu, UN Women hafa fjarlægt allt markaðsefni með honum og hann mun ekki koma fram á tónleikum Bubba. Fyrir þá sem hafa ekki séð það þá verður Auður ekki með á tónleikum mínum 16 júní— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) June 7, 2021 Kynferðisofbeldi Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Í byrjun apríl síðastliðins gáfu tónlistarmennirnir Floni og Auður út stuttskífuna Venus. Nú hefur Floni tekið plötuna út af Spotify aðgangi sínum. Platan er þó enn aðgengileg á aðgangi Auðs. Lagið Týnd og einmana með þeim Flona og Auði enn í öðru sæti yfir vinsælustu lög Flona á Spotify. Ástæða þess að Floni fjarlægði plötuna hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum. Auður hefur undanfarið verið sakaður um kynferðisofbeldi af fjölda ungra kvenna. Auður gaf á dögunum út yfirlýsingu þar sem hann gengst við því að „hafa farið yfir mörk“ einnar konu árið 2019 en frábiður sér allar ásakanir um alvarlegt ofbeldi. Ásakanirnar hafa þegar haft margvíslegar afleiðingar á feril Auðs, hann hefur þurft að segja sig frá uppsetningu Þjóðleikhússins á Rómeó og Júlíu, UN Women hafa fjarlægt allt markaðsefni með honum og hann mun ekki koma fram á tónleikum Bubba. Fyrir þá sem hafa ekki séð það þá verður Auður ekki með á tónleikum mínum 16 júní— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) June 7, 2021
Kynferðisofbeldi Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“