Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum förum við yfir átökin á lokasprettinum á Alþingi fyrir kosningar þar sem tekist er á um líf einstakra mála og hótað að fara í málþóf ef sum þeirra verða ekki svæfð svefninum langa. 

Það var líka mikið fjör í bólusetningum í dag þegar þúsundir kvenna og karla á besta aldri fengu Janssen bóluefni. Við heyrum í fólk í löngum röðum og kynnum okkur ný hraðpróf sem tekin voru í notkun í dag.

Joe Biden Bandaríkjaforseti er kominn til Bretlands þar sem hann mun sitja leiðtogafund sjö helstu iðnríkja heims, eða G-7 eins og hópurinn er kallaður. Hann varaði Boris Johnson forsætisráðherra Breta við því í dag að láta erjur við Evrópusambandið hafa áhrif á samband Írlands og Bretlands.

Við sjáum einnig Krummapar sem gerði hreiður hátt upp í byggingarkrana í Kópavogi sem verktaki ætlað að bíða með að færa þar til ungar parsins eru komnir á legg.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.