Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur krafið Dana um skýringar vegna þáttar þeirr aí njósnum Bandaríkjamanna á stjórnmálaleiðtogum í nokkrum nágrannaríkjum. Rætt verður við ráðherra og fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Vinnumálastofnun hefur svipt 350 atvinnuleitendur tímabundið eða alfarið atvinnuleysisbótum síðustu tvo mánuði því fólk hefur hafnað störfum án skýringa. Rætt verður við forstjóra Vinnumálastofnunar í fréttatímanum.

Einnig verður staðan tekin á kórónuveirufaraldrinum, fjallað um bólusetningar fram undan og velt upp spurningunni hvenær hjarðónæmi sé komið í landinu.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Hallgrímskirkju þar sem fyrrum og núverandi félagar í Mótettukórnum syngja sinn svanasöng.

Þetta og fleira til í þéttum kvöldfréttatíma kl. 18:30 á Stöð 2 og Bylgjunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×