Datt um stöngina fyrir framan marklínuna en allt endaði vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2021 09:31 Haley Adams varð í öðru sæti eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey. Instagram/@haleyadamssss Silfurmaður síðustu heimsleika í CrossFit, Samuel Kwant, er úr leik í ár eftir keppni helgarinnar. Það gekk líka mikið á þegar Haley Adams og Brooke Wells háðu mikla baráttu um annað sætið á MidAtlanticCrossFit Challenge undanúrslitamótinu en þar var keppt um sæti inn á heimsleikana. Undanúrslit heimsleikanna í CrossFit hófust um helgina og nú er fólk farið að tryggja sér farseðla til Madison þar sem úrslitin fara um mánaðamótin júlí og ágúst. MidAtlanticCrossFit Challenge undanúrslitamótið fór þannig fram í Knoxville í Tennessee fylki í Bandaríkjunum. Fimm sæti voru í boði í öllum flokkunum. Haley Adams og Brooke Wells og voru hnífjafnar á lokasprettinum í næstsíðustu greininni í kvennaflokki sem bar nafnið Triwizard Cup. Þær voru að koma í mark á sama tíma en kappið fór með hina ungu Haley Adams sem datt um stöngina eftir síðustu lyftu sína og fékk á endanum á sig refsingu. Brooke Wells fékk því annað sætið í greininni en Haley lét það ekki slá sig út af laginu. Hér fyrir neðan má sjá klaufaganginn í Haley. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Haley bætti fyrir þetat með því að ná öðru sætinu af Wells með góðri lokaæfingu en báðar eru þær komnar inn á heimsleikana í haust. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey var með talsverða yfirburði í kvennaflokki og vann öruggan sigur en auk Haley og Brooke þá eru þær Amanda Barnhart, æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, og Jessica Griffith einnig komnar með farseðilinn. Karlameginn þá tryggðu þeir Jayson Hopper, Scott Panchik, Justin Medeiros, Travis Mayer og Zach Watts sér þátttökurétt á heimsleikunum. Samuel Kwant, silfurmaður frá síðustu heimsleikum og æfingafélagi Katrínar Tönju, náði hins vegar aðeins fjórtánda sæti og verður því ekki með á leikunum í ár. Fimm efstu komust beint á leikina og næstu þrír á eftir fá annað tækifæri á síðasta undanúrslitamótinu. Íslenska CrossFit fólkið keppir á sínu undanúrslitamóti í gegnum netið og fara þau fram í júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Undanúrslit heimsleikanna í CrossFit hófust um helgina og nú er fólk farið að tryggja sér farseðla til Madison þar sem úrslitin fara um mánaðamótin júlí og ágúst. MidAtlanticCrossFit Challenge undanúrslitamótið fór þannig fram í Knoxville í Tennessee fylki í Bandaríkjunum. Fimm sæti voru í boði í öllum flokkunum. Haley Adams og Brooke Wells og voru hnífjafnar á lokasprettinum í næstsíðustu greininni í kvennaflokki sem bar nafnið Triwizard Cup. Þær voru að koma í mark á sama tíma en kappið fór með hina ungu Haley Adams sem datt um stöngina eftir síðustu lyftu sína og fékk á endanum á sig refsingu. Brooke Wells fékk því annað sætið í greininni en Haley lét það ekki slá sig út af laginu. Hér fyrir neðan má sjá klaufaganginn í Haley. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Haley bætti fyrir þetat með því að ná öðru sætinu af Wells með góðri lokaæfingu en báðar eru þær komnar inn á heimsleikana í haust. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey var með talsverða yfirburði í kvennaflokki og vann öruggan sigur en auk Haley og Brooke þá eru þær Amanda Barnhart, æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, og Jessica Griffith einnig komnar með farseðilinn. Karlameginn þá tryggðu þeir Jayson Hopper, Scott Panchik, Justin Medeiros, Travis Mayer og Zach Watts sér þátttökurétt á heimsleikunum. Samuel Kwant, silfurmaður frá síðustu heimsleikum og æfingafélagi Katrínar Tönju, náði hins vegar aðeins fjórtánda sæti og verður því ekki með á leikunum í ár. Fimm efstu komust beint á leikina og næstu þrír á eftir fá annað tækifæri á síðasta undanúrslitamótinu. Íslenska CrossFit fólkið keppir á sínu undanúrslitamóti í gegnum netið og fara þau fram í júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira