Útilokað að hálendisþjóðgarðurinn verði samþykktur í núverandi mynd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. maí 2021 22:24 Víglínan í dag. EINAR ÁRNASON Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, telur útilokað að frumvarp um hálendisþjóðgarð í sinni núverandi mynd verði að lögum á þessu þingi. Átta dagar eru eftir af þinginu og telur ráðherrann það allt of stuttan tíma til að ná sátt um málið. „Við munum auðvitað halda áfram að reyna að tala saman stjórnarflokkarnir um það hvaða leiðir séu færar. En ég held að það sé ekki gott málsins vegna einfaldlega að fara að keyra það í gegn á einhverju samkomulagi á síðustu dögunum. Það er ekki málið,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni í dag. Hann segir hugmyndina heillandi og því þurfi að eiga sér meira samtal í samfélaginu. „Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að framkvæma það á einu kjörtímabili. Í raun og veru er þetta það stórt verkefni að það þarf lengri aðdraganda.“ Hann segir Framsóknarflokkinn hafa sett fyrirvara við málið inn í stjórnarsáttmálann og enn sé verið að fjalla um vissa þætti í því sem náist ekki að klára á þessu þingi. Því sé útilokað að málið fari í gegn í sinni núverandi mynd. Það hafi mistekist að sætta alla sem koma á málinu, sérstaklega þá sem búa næst þjóðgarðinum. „En af því að hugmyndin í heild sinni er heillandi en hún er svo stór að hún þarf einfaldlega meira samtal í samfélaginu. Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að framkvæma það á einu kjörtímabili. Í raun og veru er þetta það stórt verkefni að það þarf lengri aðdraganda.“ Sigurður Ingi Jóhannesson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.vísir/vilhelm Stækka kannski Vatnajökulsþjóðgarð í staðinn Sigurður Ingi var þá spurður hver möguleg útkoma gæti verið í málinu á yfirstandandi þingi. Er verið að skoða að hafa þjóðgarðinn minni? „Það er verið að skoða hvernig við getum tryggt að það sem að þó er búið að nást sátt um í samtalinu, hvernig við getum haldið því áfram og ég ætla ekkert að útiloka að það finnist einhverjar leiðir til þess en þessi útfærsla hún gengur ekki upp og getur ekki orðið að lögum núna,“ sagði hann og nefndi möguleikann á því að Vatnajökulsþjóðgarður yrði stækkaður nokkuð í staðinn. Var þetta klúður hjá umhverfisráðherra? „Ég ætla nú ekki að segja það. Þetta er stór hugmynd og til þess að hún geti gengið fram þarftu að leggja mjög mikið á þig til að fá allt samfélagið til að geta litið á þetta sem sinn þjóðgarð,“ sagði Sigurður Ingi. Það hafi ekki tekist enn. Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Átta dagar eru eftir af þinginu og telur ráðherrann það allt of stuttan tíma til að ná sátt um málið. „Við munum auðvitað halda áfram að reyna að tala saman stjórnarflokkarnir um það hvaða leiðir séu færar. En ég held að það sé ekki gott málsins vegna einfaldlega að fara að keyra það í gegn á einhverju samkomulagi á síðustu dögunum. Það er ekki málið,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni í dag. Hann segir hugmyndina heillandi og því þurfi að eiga sér meira samtal í samfélaginu. „Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að framkvæma það á einu kjörtímabili. Í raun og veru er þetta það stórt verkefni að það þarf lengri aðdraganda.“ Hann segir Framsóknarflokkinn hafa sett fyrirvara við málið inn í stjórnarsáttmálann og enn sé verið að fjalla um vissa þætti í því sem náist ekki að klára á þessu þingi. Því sé útilokað að málið fari í gegn í sinni núverandi mynd. Það hafi mistekist að sætta alla sem koma á málinu, sérstaklega þá sem búa næst þjóðgarðinum. „En af því að hugmyndin í heild sinni er heillandi en hún er svo stór að hún þarf einfaldlega meira samtal í samfélaginu. Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að framkvæma það á einu kjörtímabili. Í raun og veru er þetta það stórt verkefni að það þarf lengri aðdraganda.“ Sigurður Ingi Jóhannesson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.vísir/vilhelm Stækka kannski Vatnajökulsþjóðgarð í staðinn Sigurður Ingi var þá spurður hver möguleg útkoma gæti verið í málinu á yfirstandandi þingi. Er verið að skoða að hafa þjóðgarðinn minni? „Það er verið að skoða hvernig við getum tryggt að það sem að þó er búið að nást sátt um í samtalinu, hvernig við getum haldið því áfram og ég ætla ekkert að útiloka að það finnist einhverjar leiðir til þess en þessi útfærsla hún gengur ekki upp og getur ekki orðið að lögum núna,“ sagði hann og nefndi möguleikann á því að Vatnajökulsþjóðgarður yrði stækkaður nokkuð í staðinn. Var þetta klúður hjá umhverfisráðherra? „Ég ætla nú ekki að segja það. Þetta er stór hugmynd og til þess að hún geti gengið fram þarftu að leggja mjög mikið á þig til að fá allt samfélagið til að geta litið á þetta sem sinn þjóðgarð,“ sagði Sigurður Ingi. Það hafi ekki tekist enn.
Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira