Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón almannavarna sem hefur áhyggjur af stöðunni. Enn er fólk að greinast með kórónuveiruna utan sóttkvíar og segir hann atburðarás síðustu daga kunnuglega.

Þá greinum við frá því að um tuttugu flugfélög hafa boðað komu sína í sumar og er búist við að fjöldi brottfara á viku rúmlega tvöfaldist milli ára.

Hópsmit er komið upp í Nuuk á Grænlandi og hefur landsstjórnin tilkynnt að lokað yrði á allar flugferðir til Nuuk fram á mánudag hið minnsta þar sem ekki hefði tekist að rekja eitt af smitunum.

Þá fjöllum við um músafaraldur í Nýja Suður-Wales í Ástralíu og uppbyggingu á Suðurnesjum en mikil ásókn er í lóðir á svæðinu.

Þetta og margt fleira í beinni útsendingu á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×