Lífið

Ný stikla úr endurkomuþætti Friends

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þættirnir voru í loftinu frá 1994-2004. 
Þættirnir voru í loftinu frá 1994-2004. 

Sérstakur þáttur bandarísku gamanþáttanna Friends fer í loftið 27. maí á HBO Max og heitir þátturinn Friends: The Reunion.

Einir fyndnustu gamanþættir í sögunni eru Friends sem voru í sýningum í áratug frá árinu 1994- 2004. Þar var fylgst með lífi vinanna Ross, Rachel, Chandler, Joey, Monica og Phoebe.

Þessarar endurkomu hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu undanfarin ár en aðalleikarar þáttanna hafa lengi gefið til kynna að hann væri í bígerð.

Allir aðalleikararnir snúa aftur, en þeir eru Jennifer Anniston, Courtney Cox, Lisa Kudrow, Matthew Perry, Matt LeBlanc og David Schwimmer. Í stiklunni má sjá fleiri leikara mæta sem gesti og er það James Corden sem ræðir við leikarana í þessum sérstaka endurkomuþætti.

Hér að neðan má sjá stikluna sem var frumsýnd í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.