„Dómararnir gerðu sitt besta en mér liður eins og boðflenna meðal gesta“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. maí 2021 16:00 Sebastian var afar svekktur með Fram liðið í dag Vísir/Vilhelm Fram tapaði á móti Selfoss í dag með 4 mörkum 32 - 28. Selfoss spiluðu frábærlega í 50 mínútur og var Sebastian Alexanderson þjálfari Fram afar ósáttur með frammistöðu Fram. „Við þurfum að halda áfram að leita af varnarleiknum okkar, við erum í alvarlegri krísu með varnarleikinn okkar sem ég á í vandræðum með að finna svör við þar sem ég hef ekki breytt neinu," sagði Sebastian svekktur með varnarleik liðsins. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru fljótlega komnir 11 mörkum yfir og var þessi leikur sá slakasti hjá Fram á tímabilinu að mati Sebastians. „Þetta er án nokkurs vafa slakasta frammistaða okkar í vetur, það var til skammar hvernig við nálguðumst þennan leik, bæði ég sem þjálfari ásamt öllum hinum og áttum við minna en ekkert skilið úr þessum leik." Sebastian Alexandersson fékk tveggja mínútna brottvísun þar sem hann var afar ósáttur út í dómara leiksins. „Ég er orðin þreyttur á nokkrum atvikum sem ég tek eftir leik eftir leik sem falla alltaf á móti okkur. Það er ekki mitt að skamma dómarana enda ekki mamma þeirra." „Dómararnir gerðu eflaust sitt allra besta en mér liður eins og boðflenna meðal gesta," sagði Sebastian sem rímaði tvisvar í umræðunni um dómara. „Í hvert skipti sem við snertum Atla Ævar Ingólfsson fékk hann örugt víti eða brottvísun, síðan þegar strákur sem hefur verið að spila með U liðinu kemur inn á þá fær hann ekkert fyrir sinn snúð," sagði Sebastian sem vara afar ósáttur með dómara leiksins. Fram endaði leikinn á mjög góðum kafla þar sem þeir unnu síðustu 10 mínútur leiksins 11 -2 en þá voru Selfyssingar farnir að rótera liðinu sínu mikið. „Uppgjöf er ekki í boði hjá okkur sem er jákvætt, Halldór gerði vel í að búa til mínútur fyrir ungu strákana sína." „Hvernig við komum inn í leikinn er ekki í lagi. Miðað við þennan leik höfum við ekkert í úrslitakeppnina að gera en meðan við höfum tölfræðilegan möguleiki vill ég að við höldum áfram að reyna vinna leiki," sagði Sebastian að lokum. Fram Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
„Við þurfum að halda áfram að leita af varnarleiknum okkar, við erum í alvarlegri krísu með varnarleikinn okkar sem ég á í vandræðum með að finna svör við þar sem ég hef ekki breytt neinu," sagði Sebastian svekktur með varnarleik liðsins. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru fljótlega komnir 11 mörkum yfir og var þessi leikur sá slakasti hjá Fram á tímabilinu að mati Sebastians. „Þetta er án nokkurs vafa slakasta frammistaða okkar í vetur, það var til skammar hvernig við nálguðumst þennan leik, bæði ég sem þjálfari ásamt öllum hinum og áttum við minna en ekkert skilið úr þessum leik." Sebastian Alexandersson fékk tveggja mínútna brottvísun þar sem hann var afar ósáttur út í dómara leiksins. „Ég er orðin þreyttur á nokkrum atvikum sem ég tek eftir leik eftir leik sem falla alltaf á móti okkur. Það er ekki mitt að skamma dómarana enda ekki mamma þeirra." „Dómararnir gerðu eflaust sitt allra besta en mér liður eins og boðflenna meðal gesta," sagði Sebastian sem rímaði tvisvar í umræðunni um dómara. „Í hvert skipti sem við snertum Atla Ævar Ingólfsson fékk hann örugt víti eða brottvísun, síðan þegar strákur sem hefur verið að spila með U liðinu kemur inn á þá fær hann ekkert fyrir sinn snúð," sagði Sebastian sem vara afar ósáttur með dómara leiksins. Fram endaði leikinn á mjög góðum kafla þar sem þeir unnu síðustu 10 mínútur leiksins 11 -2 en þá voru Selfyssingar farnir að rótera liðinu sínu mikið. „Uppgjöf er ekki í boði hjá okkur sem er jákvætt, Halldór gerði vel í að búa til mínútur fyrir ungu strákana sína." „Hvernig við komum inn í leikinn er ekki í lagi. Miðað við þennan leik höfum við ekkert í úrslitakeppnina að gera en meðan við höfum tölfræðilegan möguleiki vill ég að við höldum áfram að reyna vinna leiki," sagði Sebastian að lokum.
Fram Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn